top of page

Betra vinnuumhverfi með Microsoft Teams, Power Platform og Dynamics 365 Sales

Microsoft kynnti í júlí síðastliðnum uppfærslu á Dynamics 365 & Power Platform sem ber heitið 2021 Release Wave 2. Mikið er af nýjungum í Dynamics 365 Sales, Customer Service og Marketing en nýjungar munu verða aðgengilegar á tímabilinu október 2021 til mars 2022. Um er að ræða hundruði viðbóta í umhverfið en þar á meðal er að finna mikið af spennandi hlutum sem tengja betur saman Dynamics 365, Power Platform og Microsoft Teams fyrir þá aðila sem nýta þessar lausnir. Hér má nefna nokkur atriði:

  • Dynamics 365 Sales: Deals Manager er nýtt viðmót til að halda utan um sölupípu ásamt tengingum á milli Microsoft Teams og CRM kerfisins sem inniheldur bæði hópvinnutól og tengingu við símtöl og fundi. Öflugar tengingar við LinkedIn og Sales Accelerator tólið frá Linkedin fylgja Deals Manager.

  • Samþætting við Teams fundi: Ný útgáfa mun innihalda virkni til að búa til sjálfkrafa Teams fundi út frá fundarboði í Dynamics. Hægt verður með einum músasmelli að tengjast fundi úr CRM kerfinu ásamt því að uppfæra færslur í CRM beint af Teams fundinum. Söluteymi geta spjallað saman á Teams og deilt fundarpunktum.

  • Einfaldari uppsetning og tengingar: Búið er að einfalda uppsetningu, samþættingu og tengingar milli Teams og Dynamics til einföldunar á vinnuumhverfi og umsjón lausnanna.

  • Senda spjall tilkynningar í Teams: Ný útgáfa mun innihalda @user tilvísanir í öllum færslum á tímalínu sem mun skila sér í tilkynningum á Teams Chat með Dynamics spjallmenninu beint til notanda í teams.

Frekari upplýsingar um nýjungar og upplýsingar um 2021 release wave 2 er að finna á blog síðu Microsoft með því að smella hér: Blog síða Microsoft

Nýjungar í Dynamics 365: Dynamics 365 2021 release wave 2


Til frekari upplýsinga og ráðgjafar um notkun á Microsoft Dynamics 365, Power Platform og Teams hafið samband við ráðgjafa Arango: arango@arango.is


Comments


bottom of page