top of page

Microsoft kynnir Dynamics 365 Copilot - Gervigreind í viðskiptalausnum

Microsoft kynnti á dögunum nýja kynslóð af gervigreindarlausnum. Microsoft Dynamics 365 Copilot. Copilot veitir gagnvirka gervigreindaraðstoð þvert á viðskiptaaðgerðir allt frá sölu, þjónustu og markaðssetningu til aðfangakeðju. Með Dynamics 365 Copilot er kynntur fyrsta gervigreindar snjallmenni heimsins sem er innbyggt í bæði CRM og ERP lausnir. Copilot verður fáanlegur í CRM lausnum Microsoft Sales, Customer Service, og Marketing en einnig munu þær nýtast í ERP lausnum og bókhaldskerfum eins og Business Central.

Sjá nánar í tilkynningu frá Microsoft hér: Dynamics 365 Copilot

Tiltölulega flókin verkefni eru framkvæmd með einföldum fyrirspurnum eins og t.d. að taka saman fundarnótur, byggja upp tilboð byggt á fundarpunktum, bóka fundi á lausum tíma, finna lausnir við beiðnum í þekkingagrunni, og svara fyrirspurnum í þjónustukerfum svo eitthvað sé nefnt. Sjá nánar hér: Copilot


Það er gríðarlega spennandi að fylgjast með þessari þróun hjá Microsoft þar sem gervigreind er nýtast til aðstoðar starfsfólki í daglegri vinnu. Copilot nýtir "AI" tækni Chat GPT sem orðin er vel þekkt fyrir ótrúlega getu. Microsoft tekur hér stórt stökk í samkeppni við keppinauta sína í viðskiptalausnum sem og öðrum skýjalausnum.


Copilot verður einnig fáanlegt fyrir Microsoft 365, og þá fyrir lausnir sem mikið eru nýttar við daglega vinnu starfsmanna eins og Outlook, Word, Excel og Power Point so eitthvað sé nefnt. Sjá nánar hér: Copilot fyrir Microsoft 365


Copilot lausnir Microsoft eru sumar hverjar enn í "Preview" og eru því ekki komnar í almenna sölu enn sem komið er.


Arango er þjónustu og endursöluaðili á Dynamics 365. Hafðu samband í síma 534 6800 eða sendu okkur fyrirspurn á arango@arango.is





Comments


bottom of page