Arango | Verktakinn
Verk- og tímaskráningarlausn fyrir íslensk verktakafyrirtæki sem byggir á öflugu Microsoft Dynamics 365umhverfi í skýinu
Arango | Verktakinn
Aðgengileg lausn á snjalltækjum sem kemur í veg fyrir tímaskráningar á pappír, sparar tíma við innslátt upplýsinga
Arango | Verktakinn
Góð yfirsýn með myndrænum hætti, fyrir reksturinn, tímaskráningar, verðmætaskráningu og uppgjör verka
Arango | Verktakinn
Byggir á reynslu og notkun fjölmargra íslenskra fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum til margra ára
Viðskiptastýring
Arango | Verktakinn býður upp á að haldið sé utan viðskiptamannalista og tengiliði. Hægt er að halda utan um öll samskipti við viðskiptavini og tengiliði vegna verka eða annarra mála. Með tengingum við Office 365 og Outlook er einfalt að skrá tölvupósta niður á viðskiptavini og verk.
Skjalastýring
Arango | Verktakinn býður upp á að haldið sé utan um öll samskipti, skjöl og samninga. Með tengingu við Office 365, eru skjölin vistuð í Sharepoint og eru aðgengileg á verkum og viðskiptavinum. Þetta auðveldar yfirsýn og aðgengi að skjölum vegna útboða og samningagerðar
Verk- og tímaskráning
Arango | Verktakinn býður upp á öfluga verk- og tímaskráningu. Haldið er utan um verkin, tímaskráningu, tæki, efni og flutninga. Starfsmaður með valið tæki getur skráð ferðir á fleiri en eitt verk og viðskiptavin á sama tíma t.d. þegar keyrt er í aðra áttina vegna verks 1 en tilbaka vegna verks 2. Starfsmaður þarf því ekki að koma í hús með vinnuskýrslur milli verka.
Ferðir og efni
Arango | Verktakinn býður upp á skráningu á fjölda ferða í akstri, náma/leiða, efnis/gáma og magns í flutningum. Með einföldum hætti skráir starfsmaður sig inn á verk í upphafi dags og telur ferðir dagsins með einum smelli í snjalltæki. Á sama tíma skráist sjálfkrafa efni og magn flutninga á tækið. Með þessu fæst nákvæmt yfirlit yfir fjölda ferða og magns efnis í verkinu, sem nýtist vel í uppgjöri verka.
Helsti ávinningur

- Utanumhald viðskiptavina og tengiliða á einum stað
- Yfirsýn yfir verk, samninga og samskipti við viðskiptavini
- Einfalt viðmót í snjalltæki fyrir starfsmenn
- Bætt yfirsýn fyrir verkstjóra og stjórnendur
- Eykur skilvirkni og flýtir fyrir mánaðarlegri reikningagerð
- Viðbætur og nýjungar hluti af mánaðarlegum leyfisgjöldum
- Mánaðarleg leyfisgjöld eftir fjölda notenda og lausnin því skalanleg eftir stærð fyrirtækis
Lausnin er hýst í skýinu sem tryggir:
- Aðgang notenda hvar sem er og hvenær sem er, með vafra í tölvu eða í gegnum síma
- Fastan og gegnsæjan rekstrarkostnað á mánuði, byggðan á fjölda notenda
- Sjálfvirkar uppfærslur
- Fastur innleiðingar- og stofnkostnaður