VIRTUS fjármál ehf. hefur gengið til samninga við Arango um innleiðingu á Arango365 ásamt Arango AML lausn til framkvæmda og utanumhalds áreiðanleikakannana. Í kjölfar breytinga á lögum um peningaþvætti eru ýmis fyrirtæki orðin skyldug til að framkvæma slíkar kannanir. VIRTUS hefur þegar tekið hugbúnaðinn í notkun og framkvæmt áreiðanleikakannanir á alla sína viðskiptavini.
VIRTUS hýsir fjármálatengd verkefni fyrir einstaklinga, félög, fyrirtæki og stofnanir en hjá fyrirtækinu starfa 17 manns. Fyrirtækið hefur starfað frá árinu 2001 og eru viðskiptavinir þess rúmlega 400 talsins, innlendir jafnt sem erlendir.
VIRTUS tók í notkun staðlaða lausn Arango AML auk þess að halda utan um samskipti við viðskiptavini, tengiliði samninga og skjöl með viðskiptastýringu í Arango365.
“Við hjá VIRTUS tökum stór skref í átt að stafrænni þjónustu með því að taka í notkun lausnir Arango. Við munum auka skilvirkni í utanumhaldi viðskiptavinaupplýsinga með Arango365. Með lausnum Arango höldum við utan um samninga, umboð og fleiri skjöl sem tengjast okkar rekstri með skilvirkum hætti og nú eru öll skjöl undirrituð rafrænt sem sparar bæði okkur og okkar viðskiptavinum mikinn tíma og fyrirhöfn. Við framkvæmum nú áreiðanleikakannanir beint úr kerfunum og höfum yfirsýn yfir stöðu þeirra, en við höfum nú þegar sent frá okkur áreiðanleikakannanir á alla okkar viðskiptavini með rafrænum hætti." Segir Rósa Kristín Stefánsdóttir framkvæmdastjóri hjá VIRTUS.
Arango AML lausnin gerir ferlið við framkvæmdir áreiðanleikakannana á lögaðila og einstaklinga stafrænt og pappírslaust. Allt frá stofnun og útsendingu á spurningarlista til auðkenningar og rafrænnar undirritunar skjalsins. Könnunin sjálf er geymd í kerfinu auk þess sem haldið er utan um dagsetningar á framkvæmd og svörun könnunar og undirritunaraðila. Sjálfvirkar uppflettingar í þjónustur CreditInfo til staðfestingar á hlutafélagaskráningu lögaðila, stjórnmálalegra tengsla og raunverulegra eigenda. Með lausninni koma stöðluð mælaborð til yfirlits og eftirfylgni, meðal annars til áminningar þegar endurnýja þarf áreiðanleikakannanir.
Nánari upplýsingar um lausnir Arango er að finna á vefsíðu fyrirtækisins www.arango.is.
Til nánari upplýsinga sendið fyrirspurnir á arango@arango.is
Nánari upplýsingar um þjónustu VIRTUS er að finna á vefsíðu fyrirtækisins www.virtus.is auk þess sem hægt er að senda fyrirspurnir á virtus@virtus.is
Comments