Viðskiptatengsl hafa alltaf verið mikilvæg en sjaldan meira en núna þegar það er sífellt auðveldara að skipta um banka, tryggingafélag eða annan þjónustuaðila og aðgengi að netverslun aldrei verið meira. Viðskiptavinir gera kröfu um að geta þjónustað sig sjálfir á sama tíma og þeir vænta persónulegrar þjónustu þegar þeir leita eftir aðstoð. Þau fyrirtæki sem eru leiðandi hafa langflest tekið þetta skrefinu lengra og halda ekki eingöngu utan um samskipti við viðskiptavini á einum stað heldur einnig birgja, samstarfsaðila og jafnvel áhrifavalda á samræmdan hátt. Samskiptaáætlanir fyrir lykil viðskiptavini gera svo eftirfylgni markvissari og alla yfirsýn betri.
Gögn eru gríðarlega verðmæt auðlind sem mörg fyrirtæki hafa ekki fullnýtt. CRM lausnir eru hannaðar til að halda utan um og auka virði viðskiptatengsla með vel skilgreindum gagnastrúktur og einföldu notendaviðmóti sem eykur líkur á að gagnagæði séu góð.
Við hjá Arango erum sérfræðingar í CRM og myndum gjarna vilja fara yfir þá möguleika og leiðir sem henta þínu fyrirtæki.
Sendu okkur línu á arango@arango.is og bókaðu kynningu á CRM lausnum Arango.
Komentar