top of page

Uppfærsla á viðmóti fyrir Dynamics 365 lausnir frá Microsoft

Updated: Feb 13, 2020

Undanfarin 2 ár hafa yfir 80% fyrirtækja, sem nota Dynamics 365, flutt sig úr vef biðlara (Web Client) útgáfunni yfir í Unified Interface, sem er nýja notenda viðmótið fyrir Dynamics 365 Sales, Customer Service, Project Service, Field Service og Marketing lausnir Microsoft. Þetta nýja viðmót er samræmt og eins fyrir vafrara, Outlook og mobile app aðgang.


Frá og með 1.október 2020 verða allir að vera komnir yfir í þetta nýja viðmót og eldri útgáfan verður úreld. Það er samt vert að benda á að Microsoft hefur nú þegar hafið þessa vinnu og hægt er að sjá dagsetningar fyrir yfirfærslu á þínum umhverfum með þessum tengli.


Welcome to the Unified Interface Scheduling Portal:

Ef þú setur inn upplýsingar um þinn Tenant, þá koma fram dagsetningar á yfirfærslu fyrir öll umhverfi sem tilheyra honum. Og þessi yfirfærsla er þegar hafin, svo það gæti verið mjög stutt í að allavega þróunarumhverfi þitt verði fært yfir, jafnvel þó að það sé ekki klárt í þá yfirfærslu.  Það er því betra að hafa vaðið fyrir neðan sig, skoða þessi mál sem allra fyrst og grípa til viðeigandi ráðstafana.

Það er nokkuð öruggt að kerfi sem er fært yfir í nýja viðmótið, mun ekki virka sem skildi ef engar ráðstafanir hafa verið gerðar og alls ekki að nýta sér þá kosti sem nýja viðmótið býður uppá.


Gagnlegir tenglar:

Ítarupplýsingar frá Microsoft um efnið:

Bendum sérstaklega á PDF skjal sem heitir Unified Interface Playbook Overview sem er mjög gagnlegt.


Gátlisti fyrir yfirfærslu á viðmóti (tæknilegra efni):

Meðal annars er vísað í tól sem rennir í gegnum kóða í Dynamics 365 kerfinu og sýnir hverju þarf að breyta.


Hafðu samband við sérfræðinga arango ehf (arango@arango.is), ef þú vilt vita meira um hvað þetta þýðir fyrir þitt fyrirtæki eða ef þú telur þig þurfa aðstoð við þessa breytingu á þínu kerfi.

Comments


bottom of page