top of page

Tinna Björk Hjartardóttir til Arango


Tinna Björk Hjartardóttir hefur gengið til liðs við Arango og mun starfa með viðskiptavinum Arango sem ráðgjafi í breytingastjórnun, ferlaráðgjöf og við verkefnastýringu. Tinna Björk mun auk þess koma að viðskiptaþróun og hönnun á stöðluðum viðskiptalausnum Arango.

Hjá Arango starfa nú 10 sérfræðingar í ráðgjöf, innleiðingum og þróun lausna fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir.


Tinna Björk er ein af stofnendum og eigendum Arango og hefur sinnt stjórnarformennsku frá stofnun félagsins. Tinna Björk er menntaður tölvunarfræðingur frá HR og hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu.


Tinna Björk kemur til Arango frá Marel þar sem hún starfaði undanfarin fimm ár, lengst af sem forstöðumaður stærri verkefna og verkefnastofna sem styðja við vaxtamarkmið Marel, en þar hafði hún meðal annars yfirumsjón með innleiðingu á SAP viðskiptakerfinu og tengdum ferlum í starfsemi félagsins á alþjóðavísu. Síðast starfaði Tinna Björk sem forstöðumaður mannauðsmála hjá vöruþróun- og nýsköpunarsviði félagsins.

Tinna Björk hefur viðamikla þekkingu og reynslu af ráðgjöf við Microsoft viðskiptalausnir og CRM en hún hefur á árum áður starfað fyrir Microsoft á Íslandi, xRM Software og Annata við ráðgjöf slíkra lausna hjá fjölmörgum fyrirtækjum á íslenska markaðnum.


Arango býður Tinnu Björk hjartanlega velkomna til starfa.


Arango er þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu á stafrænum lausnum. Hópurinn samanstendur af ráðgjöfum, forriturum og verkefnastjórum með mikla reynslu af breytingastjórnun, ferlum og kerfum svo sem: Microsoft Dynamics 365, Microsoft Power Platform og Azure skýjalausnum.

Comments


bottom of page