Tinna Björk nýr framkvæmdastjóri
- emmy1089
- Jan 13
- 1 min read
Updated: Jan 17
Tinna Björk Hjartardóttir hefur á nýju ári tekið við sem framkvæmdastjóri Arango. Hún hefur starfað hjá Arango í tæp tvö ár sem ráðgjafi og einn af eigendum félagsins ásamt því að koma að stofnun félagsins. Sigurður Hilmarsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri frá stofnun félagsins 2019 starfar áfram hjá félaginu í hlutverki ráðgjafa og fjármálastjóra ásamt því að vera einn eigandi félagsins og stjórnarformaður.
Tinna hefur yfir 20 ára reynslu innan upplýsingatæknigeirans, og er með B.Sc í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur gegnt fjölbreyttum störfum sem ráðgjafi og stjórnandi, meðal annars hjá Microsoft á Íslandi, xRM Software, Annata, Applicon og síðast hjá Marel þar sem hún starfaði í rúmlega fimm ár áður en hún kom til Arango.
„Arango hefur vaxið og náð frábærum árangri undanfarin ár, bæði þegar horft er til uppbyggingu vinnustaðarins og góðum starfsanda en ekki síst þegar við horfum til fjölda viðskiptavina og fjölbreyttra verkefna. Ég er því gríðarlega spennt að leiða þá vegferð og móta framtíðina.“ segir Tinna Björk.