top of page

Solgari þjónustuverslausnir fyrir Teams og Dynamics 365

Arango hefur gert samstarfs og endursölusamning við Solgari um sölu og þjónustu á vörum Solgari á íslenskum markaði. Það hefur færst í aukana að fyrirtæki vilja nýta lausnir eins og Teams sem símkerfi og samþætta þjónustuver CRM lausnum fyrirtækisins.


Solgari er öflug þjónustuverslausn fyrir símtöl og aðrar rásir eins og samfélagsmiðla og spjall á einum stað. Solgari er að fullu samþætt við Microsoft Teams og Dynamics 365 lausnir eins og Sales, Customer Service og Field Service. Solgari ásamt þessum heildarlausnum auðveldar starfsmönnum í þjónustuveri sem og öðrum deildum fyrirtækja að ná 360° sýn yfir viðskiptavini, birgja og aðra hagsmunaaðila og öll samskipti við þá á einum stað.



"Við höfum fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir þjónustuvers- og símkerfislausnum sem eru að fullu samþættar Microsoft lausnum eins og Teams og CRM lausnum Microsoft. Við hjá Arango erum spennt að kynna þessar lausnir fyrir okkar viðskiptavinum en þær eru sveigjanlegar, innleiðingartími er ákaflega stuttur og hagkvæmur sem og tilbúnar tengingar við okkar lausnir skila fljótt ávinningi til viðskiptavina" Segir Guðjón Karl Þórisson sölustjóri Arango.


Kynntu þér Solgari á vef: Solgari fyrir Dynamics 365

Kynningarmyndband hér: Solgari


Viltu bóka kynningu ?

Hafðu samband við Arango í síma 534 6800 eða með tölvupósti á arango@arango.is

Einnig hægt að senda inn fyrirspurn í gegnum fyrirspurnarform hér: Hafa samband



Comments


bottom of page