Bakgrunnur
RARIK er opinbert hlutafélag í eigu ríkisins sem var stofnað 1. ágúst 2006 og tók þá við rekstri Rafmagnsveitna ríkisins. Meginhlutverk fyrirtækisins er að dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs.
Hjá RARIK starfa yfir 200 starfsmenn um land allt en RARIK rekur umfangsmesta rafdreifikerfi á Íslandi sem nær til 90% af sveitum landsins og til 44 þéttbýliskjarna. Fyrirtækið annast því orkudreifingu í flestum sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins, Reykjaness og Vestfjarða.
Eitt af yfirlýstum meginmarkmiðum RARIK var að einfalda viðskipti og þjónustu með stafrænum lausnum.
Áskoranir
RARIK er rótgróið félag og með ýmis mikilvæg grunnkerfi í notkun. Leitað var til Arango varðandi innleiðingu stafrænna lausna í þjónustu til að ná utan um samskipti við viðskiptavini. Erindi og fyrirspurnir berast fyrirtækinu eftir mismunandi boðleiðum og starfsfólk þurfti að skrá sig inn í mismunandi kerfi í leit að stöðu mála sem kom niður á skilvirkni í starfseminni og yfirsýn á viðskiptasambandið.
Lausnin
Markmiðið með nýju CRM kerfi er að veita persónulegri þjónustu og bæta upplifun viðskiptavina í samskiptum við fyrirtækið.
Til að mæta þörfum RARIK voru innleiddar staðlaðar lausnir Arango í Microsoft Power Platform. Á svipuðum tíma fór í loftið ný vefsíða RARIK fyrir umsóknir viðskiptavina á ýmsum þjónustuþáttum. RARIK sá tækifæri að útvíkka notkun á lausnum Arango til að ná utan um úrvinnslu umsókna með það að leiðarljósi að veita betri og markvissari þjónustu.
Settar voru upp staðlaðar einingar frá Arango, Arango Erindi, Arango Rafrænar Aðgerðir og Arango SMS til að bæta innri ferla RARIK með áherslu á einfaldleika, rekjanleika og skilvirkni. Verkefnið fólst einnig í samþættingum við kjarnakerfi RARIK með Azure-þjónustum.
Arango veitti RARIK ráðgjöf varðandi greiningu á þörfum, breytingastjórnum vegna aðlagana verkferla, aðstoð við notendur við móttöku hugbúnaðar auk þess að sjá um verkefnastýringu.
Nú þegar Microsoft Power Platform er komið í notkun eru mikil tækifæri til frekari nýtingar á þessum lausnum fyrir stafrænivæðingu ferla og hafa áframhaldandi verkefni þegar verið skilgreind með nýtingu þessara lausna.
Ávinningur af nýju CRM kerfi
Kerfið frá Arango í Microsoft umhverfinu er nú orðið mikilvæg miðja í upplýsingagjöf til starfsmanna og þjónustu við viðskiptavini. Það bætir framleiðni og skilvirkni starfsmanna með bættum verkferlum í kringum beiðnir og erindi frá ýmsum aðilum og aukinni yfirsýn yfir viðskiptavini. CRM kerfið er orðinn grunnur að áframhaldandi stafrænni vegferð RARIK.
"Við val á nýju CRM kerfi skiptir miklu máli að upplifa traust, fagmennsku og þekkingu þjónustuaðila á þörfum fyrirtækis eins og RARIK. Arango uppfyllti svo sannarlega þessi skilyrði. Hjá fyrirtækinu starfa frábærir sérfræðingar á sviði CRM lausna. Lausn Arango gerir nú RARIK kleift að þekkja viðskiptavini sína betur og þarfir þeirra. Einnig mun innleiðingin á CRM lausninni. skila mörgum öðrum góðum umbótum í starfsemi RARIK. Rekstarumhverfi RARIK hentar einnig vel að geta nýtt Microsoft-skýjalausn Arango." Egill Jónasson, framkvæmdastjóri viðskiptaþjónustu
Hlutverk Arango:
Ráðgjöf
Greiningarvinna fyrir innleiðingu á stafrænum þjónustulausnum hjá RARIK byggðum á Power Platform. Arango veitti RARIK ráðgjöf við verkferla og aðlaganir þeirra til að tryggja árangursríka innleiðingu upplýsingakerfa.
Hönnun
Högun
Breytingastjórnun
Samþætting