
Orkusalan hefur tekið í notkun arango 365, staðlaða lausn frá arango fyrir viðskiptastýringu, sölu, markaðssetningu og þjónustu sem byggir á Dynamics 365 Sales (Microsoft CRM).
Orkusalan er einn stærsti endursöluaðili á raforku á Íslandi og hefur skynsamlega nýtingu og græna orku að leiðarljósi. Fyrirtækið leggur áherslu á að snjallvæða orkunotkun fyrirtækja en aukin samkeppni hefur verið á þessum markaði eftir að sala raforku var leyfð á frjálsum og opnum markaði hér á landi.
“Orkusalan hafði þörf fyrir CRM kerfi sem gerir okkur kleift að ná 360 gráðu sýn yfir viðskiptavini og ná samskiptum saman á einn stað auk þess að gefa okkur gott yfirlit yfir sölu, þjónustu og markaðssetningu. Í auknu samkeppnisumhverfi er mikilvægt að halda vel utan um viðskiptavini og þekkja þá til þess að geta veitt framúrskarandi þjónustu. arango 365 styður við þessa vegferð hjá Orkusölunni og hjálpar okkur að viðhalda góðu viðskiptasambandi við viðskiptavini okkar með bættu upplýsingaflæði,”
segir Magnús Kristjánsson framkvæmdastjóri hjá Orkusölunni.
Innleiðingu kerfisins er skipt í tvo hluta og hefur Orkusalan þegar tekið notkun þann hluta arango 365 sem snýr að sölumálum, viðskiptastýringu, skráningu samskipta og samþættingu við grunnkerfi. Innleiðing fyrri hluta verkefnisins tók aðeins um 8 vikur frá undirritun samnings með samþættingu við undirliggjandi kerfi sem er kostur þess að taka í notkun staðlaða lausn.
Í kjölfarið mun Orkusalan innleiða frekari virkni sem snýr að markaðssetningu og þjónustu.
„Innleiðingin og samstarfið við arango hefur gengið mjög vel. Ég var ánægður með hversu vel ráðgjafar arango settu sig inn í raforkusölumarkaðinn og öðluðust skilning á því umhverfi sem dreifiveitur og söluaðilar rafmagns starfa í. Að lokinni greiningarvinnu með arango settum við upp samþættingu í Azure á milli vöruhúss gagna Orkusölunnar og Dynamics 365 Sales, en sú samþætting sér arango 365 fyrir gögnum úr kjarnakerfum okkar. Lausnin kom annars að mestu leyti tilbúin frá arango og innleiðingin var ánægjulega fyrirhafnarlítil af okkar hálfu. Fyrri hluti innleiðingarinnar heppnaðist vel með tilliti til tímasetninga og kostnaðar og að loknum síðari hluta gerum við ráð fyrir að fjárfestingin skili sér hratt til baka. CRM-kerfi í 365-umhverfi Microsoft rímar einnig vel við framtíðarsýn Orkusölunnar og þessi innleiðing er mikilvægur hluti af þeim skrefum sem við stígum nú í stafrænni vegferð Orkusölunnar,” segir Erling Ormar Vignisson upplýsingatæknistjóri Orkusölunnar.
Starfsmenn arango bjóða Orkusöluna velkomna í hóp viðskiptavina arango.
arango 365 er sérlausn frá arango sem byggir á Dynamics 365 Sales (Microsoft CRM) en er aðlagað að þörfum íslenskra fyrirtækja í viðskiptastýringu, verkefnautanumhaldi, sölu, markaðssetningu og þjónustu. arango 365 byggt á Dynamics er samþætt við aðrar Microsoft vörur eins og Office 365, Outlook, Exchange, Sharepoint og Teams og hentar því afar vel fyrirtækjum og stofnunum sem starfa í því umhverfi. Dynamics 365 er skýjalausn sem byggir á nýjustu tækni frá Microsoft, Power Platform og er aðgengilegt jafnt í snjalltækjum, símum sem og almennum starfsstöðvum.
Frekari upplýsingar um Microsoft Dynamics 365 og arango 365 lausnir veita ráðgjafar arango á netfangið arango@arango.is
Upplýsingar um arango 365 lausnina er einnig að finna hér á vefsíðu arango: arango 365