top of page

Nox Medical tekur Dynamics 365 í notkun í Bandaríkjunum


arango hefur frá því í vor, unnið með íslenska fyrirtækinu Nox Medical að því að innleiða nýtt sölukerfi fyrir starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Kerfið byggir á Microsoft Dynamics 365 for Sales (Customer Engagement) með tengingum við Microsoft Dynamics NAV. Kerfið var gangsett og tekið formlega í notkun 1. október með notendum í Bandaríkjunum og á Íslandi.

Sölukerfið heldur utan um söluferilinn og samskipti milli aðila allt frá sölutækifæri og tilboða til pantana og gefur góða yfirsýn yfir heildarferlið. Að lokinni reikningsfærslu og afgreiðslu í Dynamics NAV heldur kerfið utan um þjónustuferilinn og ábyrgð vörunnar.


Nox Medical gerði breytingar á starfsemi sinni í Bandaríkjunum nú í haust þar sem fyrirtækið var með sölu- og dreifingaraðila en ákvað nú sjálft að stýra þeim málum.


Um Nox Medical

Nox Medical er íslenskt fyrirtæki stofnað árið 2006 af verkfræðingum, fjárfestum og sérfræðingum með mikla reynslu í sérhæfðum og stöðluðum lausnum fyrir eftirlit og greiningum á svefni .

Fyrirtækið er með höfuðstöðvar á Íslandi með yfir 50 starfsmenn og dreifir vörum sínum út um allan heim. Yfir þúsund sjúkrahús og heilbrigðisstofnanir um allan heim nýta lækningatæki frá Nox Medical til að greina svefnvandamál.


Við óskum Nox Medical til hamingju með áfangann og erum stolt af samstarfinu sem hefur gengið afar vel.


Comentarii


bottom of page