Föstudaginn síðastliðinn fengum við hjá Arango góðan hóp frá Nörd, félagi tölvunarfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við HÍ í heimsókn.
Það voru um 25 fróðleiksþyrstir nemendur af 1-3 ári sem heimsóttu höfuðstöðvar Arango og hlustuðu á erindi um fyrirtækið, þær lausnir og verkefni sem við vinnum að ásamt því að taka þátt í Kahoot með starfsmönnum Arango.
Yngri starfsmenn Arango miðluðu reynslu sinni af því að koma inn á vinnumarkaðinn hjá fyrirtæki eins og Arango.
Virkilega gaman að taka á móti félaginu og aldrei að vita nema í hópnum leynist framtíðarstarfsmenn Arango.
Við hjá Arango viljum þakka hópnum kærlega fyrir komuna.
Comments