top of page

Nýjungar í Power Platform

Updated: Jun 28, 2023

Ráðgjafar Arango sóttu nú júní eina stærstu Power Platform ráðstefnu ársins sem ber nafnið European Power Platform Conference 2023. Á ráðstefnunni gefst tækifæri til að hitta og hlusta á helstu sérfræðinga í Power Apps, Power BI, Power Automate, Power Virtual Agents, Power Pages og Dynamics.


Meðal helstu nýjunga sem vert er að fylgjast með á næstunni eru:

  • AI Copilot fyrir Power Platform þar sem gervigreind mun gerbreyta því hvernig lausnir eru þróaðar í "low code / no code" umhverfi, nánar hér: Power Platform Copilot

  • Power Pages gerir fyrirtækjum kleift að búa til vefsíður byggðar á gögnum í undirliggjandi lausnum með einföldum hætti, nánar hér: Power Pages

  • Microsoft Fabric er ný lausn sem kynnt var á ráðstefnunni og vert er að fylgjast með. Microsoft Fabric er byltingarkennd greiningarlausn sem inniheldur úrval af þjónustum frá Microsoft. Lausnin hefur áhrif á aðgengi og nýtingu gagna með því að tengja saman gagnagrunna og þjónustur til greiningar á gögnum á einum stað með nýtingu gervigreindar. Nánar hér: Microsoft Fabric

  • Copilot fyrir Dynamics 365: Copilot veitir gagnvirka gervigreindaraðstoð þvert á viðskiptaaðgerðir allt frá sölu, þjónustu og markaðssetningu til aðfangakeðju sem við höfum áður kynnt hér á síðunni hjá okkur: Copilot fyrir Dynamics 365

Ráðstefnuna sóttu viðskiptavinir ásamt starfsfólki Arango til að kynna sér allt það nýjasta í þessu öfluga umhverfi frá Microsoft. Ráðstefnan er haldin árlega og mun verða haldin í Brussel að ári liðnu. Nánar um dagskrá ráðstefnunnar hér: European Power Platform Conference


Arango leggur mikla áherslu á að fjárfesta í starfsfólki sínu og bæta starfsumhverfi. Það er mikilvægur þáttur í starfi ráðgjafa að vera stöðugt vakandi fyrir nýjungum þar sem tæknin er á fleygiferð ásamt því að starfsfólk fær þá tækifæri til að þróast, tengjast viðskiptavinum og sérfræðingum um allan heim og að sjálfsögðu skemmta sér aðeins.


Arango hefur nýtt Power Platform til að hanna og setja upp stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini sína, sjá dæmi hér: Arango - Power Platform lausnir

Hafið samband á arango@arango.is til nánari upplýsinga.

Comments


bottom of page