top of page

Microsoft kynnir nýjung fyrir talsímtöl sem hluta af Dynamics 365


Microsoft Ignite er árleg tækniráðstefna sem að þessu sinni er haldin yfir netið og hófst á þriðjudaginn í þessari viku og lýkur í dag. Fyrsta dag ráðstefnunnar voru margar nýjungar í Dynamics 365 og Power Platform kynntar til leiks og við hér hjá Arango erum sérstaklega spennt fyrir einni þeirra. Það er símtals viðbót við Dynamics 365 Customer Service fyrir þjónustuver og byggir á Microsoft Azure Communication Services. Með þessari nýjung og virkni geta þjónustufulltrúar nú í einu kerfi og einu viðmóti átt í samskiptum við viðskiptavini á alla mögulega vegu (Omnichannel). Það er með tölvupósti, SMS, Teams, spjalli, Messenger spjalli og svo núna talsímtölum. Mögulegt er að taka við símtali á sama hátt og með sama forgangi og spjall.


Engin önnur CRM lausn í heiminum býður uppá þessa möguleika í dag og því er spennandi að fylgjast með framþróun á þessari viðbót, sem gæti gjörbreytt vinnulagi og þjónustu í þjónustuverum. Við hjá Arango höfum séð þessa þörf þar sem þjónustufulltrúar eru að flakka á milli ólíkra kerfa og skjámynda til að fást við þessar ólíku samskiptaleiðir.


Sjá frétt frá Microsoft:


Comments


bottom of page