top of page

Lykilmælikvarðar í CRM innleiðingum

Arango hafa á undanförnum misserum tekið þátt í greiningarvinnu, ráðgjöf og undirbúningi fyrir innleiðingu CRM lausna hjá sínum viðskiptavinum. Þessa vinnu nálgumst við hjá Arango með stöðluðum hætti og aðferðafræði sem við köllum stafrænan vegvísi. Þessi verkefni ná oft á tíðum til fjölda ferla í sölu, þjónustu og markaðssetningu ásamt því að samþætta lausnir í núverandi IT rekstrarumhverfi fyrirtækja. Verkefni af þessari stærðargráðu þarf að nálgast með réttum hætti þannig að ávinningur sé skýr.


Þegar fyrirtæki ákveða að fara í innleiðingu á lausnum til að styðja við lykilferla er mikilvægt að þau séu búin að kortleggja ávinning og markmið með slíkri vegferð. Markmið og ávinningur eru svo grunnurinn að þeim lykilmælikvörðum sem nauðsynlegt er að leggja fram til þess að halda einbeitingu á því sem mestu máli skiptir þegar lagt er af stað. Markmið fyrirtækja með CRM innleiðingum getur verið mjög misjafn og því skiptir máli að hvert og eitt fyrirtæki rýni hvað það er sem mestu máli skiptir í þeirra rekstri.


Til að ná fram ávinningi við innleiðingu CRM lausna þarf að spyrja réttu spurninganna og fá fram umræðu og markmið stjórnenda með innleiðingu á nýjum kerfum. Við hjá Arango höfum skráð nokkrar lykilspurningar sem gott er að hafa til hliðsjónar í slíkri vinnu.


Skráðu þig hér að neðan og fáðu nánari upplýsingar um lykilspurningar við innleiðingu CRM lausna eða hafðu samband við okkur á arango@arango.is og fáðu frekari upplýsingar um stafrænan vegvísi og ráðgjöf við innleiðingu á CRM lausnum.



92 views

Comments


bottom of page