top of page

Löggiltir endurskoðendur innleiða Arango lausnir

Updated: May 30

Löggiltir endurskoðendur hafa samið við Arango um innleiðingu á CRM þjónustukerfum ásamt lausnum til gerða áreiðanleikakannana og áhættumats viðskiptavina.  Lausnir Arango eru sérhæfðar fyrir fyrirtæki og stofnanir sem eru tilkynningaskyldar samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Löggiltir endurskoðendur reka bókhalds- og endurskoðunarskrifstofu í Kópavogi en hjá fyrirtækinu starfa um 15 starfsmenn sem hafa víðtæka reynslu af sviði endurskoðunar, skattamála, ársreikningagerðar auk almennrar viðskiptaþjónustu fyrir stór sem smá fyrirtæki.

 

“Við hjá Löggiltum endurskoðendum höfum notað lausnir Arango við gerð áreiðanleikakannana nú í um 2 ár. Lausnirnar hafa sparað okkur gríðarlegan tíma og vinnu ásamt því að bæta verkferla og utanumhald um gerð áreiðanleikakannana og áhættumats á okkar viðskiptavinum. Með lausnum Arango eykst sjálfvirkni við þessa ferla til muna en hægt er að framkvæma áreiðanleikakannanir á fjölda viðskiptavina í einu. Sjálfkrafa birtir kerfið upplýsingar um gildandi skráningu ásamt því að flett er upp í PEP og Sanction listum til athugunar á viðskiptavinum.“ Segir Andrés Hilmarsson, endurskoðandi og eigandi Löggiltra endurskoðenda ehf. 

 

Lausnir Arango hafa verið þróaðar með það að markmiði að hjálpa tilkynningarskyldum aðilum að uppfylla skyldu sína samkvæmt lögum en borið hefur á því að fyrirtæki sem vanrækja þessa ferla þurfi að hlíta háum fjársektum frá yfirvöldum.

 

“Á þessum tíma höfum við farið í gegnum úttekt frá Skattinum á þessum ferlum og stóðust kerfin allar skoðanir skattsins og sýnt okkur fram á að við uppfyllum að fullu íslensk lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það er mikils virði að geta treyst á áreiðanleika kerfisins þar sem fjárhagslegur skaði getur verið töluverður ef ekki er nægilega vel haldið utan um þessi málVið erum mjög ánægð með samstarfið við Arango og höfum nú ákveðið að auka samstarf okkar og bæta við kerfin okkar CRM lausnum til utanumhalds samskipta við viðskiptavini, samninga og auka frekar stafræna þróun verkferla.” segir Andrés

 

Til nánari upplýsinga hafið samband við Arango: arango@arango.is

Comments


bottom of page