top of page

Kranaþjónusta Rúnars nýtir Arango verktakann til hagræðingar

Updated: May 9, 2022

Kranaþjónusta Rúnars sérhæfir sig í kranaþjónustu, jarðvegsvinnu, lóðavinnu og efnisflutningum og hefur yfir að ráða öflugum tækjabúnaði til þessara verkefna. Fyrirtækið hefur notað Arango verktakann undanfarin misseri en fyrirtækið er með um 10 starfsmenn í vinnu og fjölda tækja í rekstri.


Lausnin frá Arango gerir Kranaþjónustunni kleift að halda utan um verkskráningu og tímaskráningu starfsmanna og tækja í gegnum app í símanum. Í því felst mikill tímasparnaður í samantekt tíma fyrir hvern dag til útgáfu reikninga og yfirlits tímaskýrslu til launaútreiknings. Lausnin inniheldur stjórnborð í bakvinnslu sem gefur gott yfirlit yfir flutning og keyrslu á efni með upplýsingum um magn í flutningum og verð. Með þessu næst mun betri yfirsýn yfir allan reksturinn, tækjaskrá, starfsmenn og vinnu þeirra og einfaldar alla vinnu starfsmanna í bakvinnslu.


„Við erum gríðarlega ánægð með lausnina frá Arango. Áður fóru kvöldin í að týna saman vinnuseðla frá deginum og skrá tíma. Í lausninni frá Arango skrá starfsmenn vinnu sína í gegnum app og því þarf rétt að yfirfara að skráning hafi verið rétt í lok dags. Tímaskýrslur eru svo keyrðar beint úr kerfinu til reikningagerðar. Í þessu felst mikill tímasparnaður og öryggi í skráningu gagna. Ég hef í dag fullt af lausum tíma sem ég hafði ekki áður auk þess sem ég hef mikið betra yfirlit yfir viðskiptavini og verkefnin“ Segir Rúnar Bragason eigandi og framkvæmdastjóri Kranaþjónustunnar.


Arango verktakinn hentar jafnt smærri fyrirtækjum sem stærri verktökum, en lausnin er mjög skalanleg í fjölda notenda og virkni. Viðbótarvirkni er fáanleg við Arango verktakann, svo sem viðskiptastýring og samskiptaskráning, fyrirspurna og erindakerfi, samningautanumhald, rafrænar undirritanir og fleira sem hentar stærri aðilum.

Nánar um Arango verktakann hér: Arango verktakinn

Ósk um kynningu og nánari upplýsingar: gudjon@arango.is, arango@arango.is


Arango býður Kranaþjónustu Rúnars velkomin í ört vaxandi hóp viðskiptavina Arango.


Comments


bottom of page