Arango hefur aðstoðað fjölda fyrirtækja að hagræða í rekstri á upplýsingatækni með notkun Azure skýjalausna frá Microsoft.
Fjölmörg fyrirtæki horfa til skýjalausna til að aðlaga upplýsingatækni umhverfi sitt að nýjum viðskiptaháttum. Bæði eru fyrirtæki að uppfæra kjarnakerfi eins og ERP og eldri virkni eða með því að stafrænivæða ferli í sölu, markaðssetningu og þjónustu. Til að geta tekist á við þessar nýju áskoranir þarf tæknilegt umhverfi að vera í stakk búið til að leysa þessi verkefni.
Með notkun skýjalausna í rekstrarumhverfi er hægt að ná fram sparnaði í rekstrarkostnaði og um leið mikilli hagræðingu við samþættingar milli kerfa til að nýta upplýsingar til bættrar yfirsýnar og ákvarðanartöku. Tæknin í dag býður upp á mun ódýrari leiðir en áður þegar kemur að því að láta grunnkerfi tala saman, bæði eru tilbúin tæki og tól sem spara tíma við hönnun og forritun ásamt því að ekki þarf að kaupa dýran búnað til að framkvæma þessi verkefni heldur er greitt eftir notkun. Dæmi um verkefni og samþættingar sem ráðgjafar Arango hafa unnið með sínum viðskiptavinum mætti nefna samþættingar milli CRM og ERP kerfa eins og Business Central, NAV, Finance & Operations og AX. Algengt er að fyrirtæki vilji fá gögn sjálfvirkt á milli kerfa er snúa að viðskiptamönnum, vörum og verðlistum, tilboðum og sölupöntunum, reikningum og eins grunngögnum eins og þjóðskrá og fyrirtækjaskrá. Hagræði er mikið þar sem innsláttur er minni, gögn eru einsleit og betri ásamt því að villuhætta er minni við stofnun og umsýslu.
Stærstu áskoranir margra eru að skilningur á hvernig þessar lausnir eru nýttar er ekki til staðar og eins hefur skort skilning á kostnaðaruppbyggingu skýjalausna. Eins hefur eftirlit með rekstri samþættinga stórbatnað með bættri tækni með nýtingu á Azure integration services.
Azure Integration Services samanstendur af nokkrum þjónustum í Azure sem nýta má við samþættingar á upplýsingarkerfum. Þar ber helst að nefna Logic Apps, Service Bus, API Management, Event Grid, Azure Functions og Azure Data Factory. Sjá nánar hér: Azure Integration Services
Reynsla sérfræðinga Arango af nýtingu þessara lausna við uppbyggingu á Azure sýnir svo ekki verður um villst að sparnaður næst með því að nýta þessa tækni. Eins er miklum tímasparnaði náð þar sem verkefni sem áður tóku mikinn tíma tæknimanna og ráðgjafa að leysa er í dag mun minni. Hversu mikill tími og kostnaður sparast ræðst af umfangi verkefna en þau eru jafn misjöf og þau eru mörg, en undartekningarlaust er um umtalsverðan tíma og sparnað að ræða. Ávinningurinn er svo ekki síst sá að umhverfi fyrirtækja er á eftir mun betur í stakk búin til að taka á móti stafrænum lausnum, nýta gervigreind og stafrænivæða ferli.
Hefur þitt fyrirtæki áhuga á því að nýta stafrænar lausnir, gervigreind og skýjalausnir til að bæta tæknilegt umhverfi en skortir skilning á hvað þarf til að byrja?
Hefur þitt fyrirtæki áhuga því að nýta Azure þjónustur við samþættingu og rekstur upplýsingakerfa en skortir skilning á uppsetningu slíkra lausna ?
Hafið samband við Arango á arango@arango.is til að fræðast um notkun Azure Integration Services !