top of page

Fjölmenni á morgunverðarfundi Arango

Arango hélt í samstarfi við Crayon og Dokobit vel heppnaðan morgunverðarfund á Grand Hótel undir yfirskriftinni "Hvernig getur bætt þjónustuupplifun og aukin skilvirkni starfsmanna farið saman?"

Ráðgjafar Arango kynntu, sýndu og tóku raunveruleg dæmi um notkun CRM lausna, Dynamics 365, Office 365 og Power Platform í íslensku atvinnulífi þar sem unnið er að því að bæta þjónustu og auka skilvirkni starfsmanna.


Dokobit kynnti sýna þjónustu og framtíðarsýn með rafrænar undirritanir og starfsmenn Crayon fóru yfir Microsoft leyfismál og hvernig hægt sé að hagræða í leyfiskostnaði með notkun skýjalausna.Þeir Halldór Bjarkar Lúðvígsson frá Heklu og Erling Ormar Vignisson frá Orkusölunni fóru yfir þeirra vegferð í stafrænni umbreytingu og hlutverk CRM lausna í að bæta þjónustu fyrirtækjanna og skilvirkni starfsmanna.


Vel var mætt, og greinilegt að fólk var ánægt með að komast loks úr húsi, hitta fólk og hlusta á fróðleg erindi án takmarkana í heimsfaraldri.


Starfsfólk Arango þakkar gestum fyrir komuna og samstarfsaðilum þátttökuna.

Comments


bottom of page