top of page

Erum við leita að þér?

Við hjá Arango erum að vaxa og leitum að öflugu, hressu og skemmtilegu fólki til að vaxa með okkur. Við erum að leita að starfsmanni með tæknilegan bakgrunn sem hefur brennandi áhuga á stafrænni þróun til að taka þátt í þróun á okkar lausnum ásamt því að taka þátt í verkefnum með viðskiptavinum okkar.


Hér að neðan er nánari lýsing á starfinu !


Sérfræðingur/Forritari í Microsoft Dynamics 365 og Power Platform


Arango er hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, innleiðingu og samþættingu Microsoft hugbúnaðarlausna í skýinu sem styrkja og bæta stafræna ferla fyrirtækja.


Við leitum að metnaðarfullum snillingum til að taka þátt í þróun á lausnum ásamt því að vinna í verkefnum með viðskiptavinum okkar sem fara ört fjölgandi.


Við bjóðum uppá frábært starfsumhverfi og aðstöðu þar sem þú munt hafa áhrif á hvernig þú þróast í starfi.


Helstu verkefni og ábyrgð

 • Taka þátt í þróun á hugbúnaðarlausnum Arango

 • Taka þátt í innleiðingu og þjónustu á ýmsum stafrænum ferlum og hugbúnaðarlausnum fyrir viðskiptavini

 • Taka þátt í að móta framtíðarsýn og vinnulag fyrir mörg af stærri fyrirtækjum landsins

 • Mæta í vinnuna og vera hress


Menntunar- og hæfniskröfur

 • Að minnsta kosti þriggja ára almenn starfsreynsla á vinnumarkaði

 • Háskólapróf í tölvunar- eða verkfræði

 • Áhugi og metnaður til að kynna sér nýjungar og nýja tækni

 • Geta til að setja sig inní margvísleg úrlausnarefni

 • Góð samskiptahæfni og rík þjónustulund


Fríðindi í starfi

 • Frábær félagsskapur

 • Hádegismatur

 • Góð starfsaðastaða

 • Íþróttastyrkur


Hjá Arango starfa einstaklingar með mikla reynslu af Microsoft Dynamics 365, Power Platform og Azure skýjalausnum sem þú gætir lært mikið af en einnig kennt þeim fullt af nýjum hlutum.


Ef þú vilt kynnast og tileinka þér nýja og skemmtilega tækni og vinna með ólíkum fyrirtækjum að fjölbreyttum úrlausnarefnum gæti þetta verið starf fyrir þig.

Sendu okkur ferilskrá og umsókn á netfangið starf@arango.is

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Hilmarsson framkvæmdastjóri Arango. Sími: 898 6217

Bình luận


bottom of page