top of page

Ert þú að hlusta eftir rödd viðskiptavina?

5 ástæður til að nota kannanir reglulega

Hvort sem fyrirtæki eru að selja vörur eða þjónustu skiptir miklu máli að skilja þarfir og væntingar viðskiptavina. Kannanir hvort sem þær eru stuttar þjónustukannanir eða lengri viðhorfskannanir geta gefið fyrirtækjum verðmæta innsýn á eigin vöruframboð, hvað sé vel gert og hvað megi bæta. Mikilvægt er að framsetning og framkvæmd kannana sér gerð með þeim hætti að niðurstöður nýtist sem best til aðgerða. Fyrirtæki sem halda vel utan um viðskiptavini sína, kaupsögu, tækifæri, samskipti og erindi á einum stað eru í dauðfæri að skilja viðskiptavini sína enn betur með markvissum könnunum eftir að viðskipti eða atburður hefur átt sér stað.


Hér eru 5 góðar ástæður til að virkja kannanir sem fyrst:


Auka ánægju viðskiptavina og tryggð

Að hlusta og þekkja þarfir viðskiptavina er lykillinn að farsælu viðskiptasambandi. Kannanir gefa viðskiptavinum tækifæri til þess að segja þeirra skoðun á bæði þjónustu og vörum fyrirtækisins. Mikilvægt er að hafa í huga að fyrirtæki verða að vera tilbúin að bæði hlusta og bregaðst við þeim ábendingum sem berast og svara viðskiptavinum annað hvort beint eða óbeint eftir því sem við á. Það skiptir jafn miklu máli að heyra hvað gengur vel eins og hvað mætti bæta og óánægðir viðskiptavinir geta breyst í trygga viðskiptavini finni þeir að rödd þeirra skipti máli og að fyrirtækið bregðist við athugasemdum.

Skilja betur markaðinn

Árangursríkar markaðsaðgerðir byrja á því að greina og kortleggja markaðinn og velja þær leiðir sem bestar eru til að ná til tiltekins markhóps. Kannanir eru góð leið til þess að safna upplýsingum á skilvirkan hátt til að geta byggt upp sérsniðna og vel miðaða markaðsherferð. Greining og eftirvinnsla kannana skiptir lykilmáli og að gögnin séu vistuð á þann hátt að þau nýtist sem best til aðgerða.

Virkja þátttöku viðskiptavina

Viðskiptavinir meta það þegar þeir eru beðnir um álit og upplifun að vöru eða þjónustu. Að senda stutta þjónustukönnun í kjölfar erindis, ábendingar eða símtals getur verið sterkur leikur til að meta gæði þeirra þjónustu sem veitt er. Að senda könnun viku eftir að afhending vöru hefur átt sér stað til að kanna hvernig varan kom út getur veitt góða innsýn ferlið frá sölu til afhendingar, hvað sé vel gert og hvað megi bæta. Þetta eru dæmi um persónugreinanlegar kannanir sem geta verið gríðarlega verðmætar til að skilja þarfir tilgreindra viðskiptavinahópa betur. Almennar relgubundnar viðhorfskannanir sem ekki eru tengdar sérstökum atburð gefa annars konar upplýsingar sem eru meira almennar og nýtast í stefnumörkun og áherslur til lengri tími.

Aukin þekking á eigin þjónustu og vörum

Niðurstöður kannana nýtast einnig inní vöru- og viðskiptaþróun hvort sem eru til að betrumbæta núverandi vörur eða varpa ljósi á þörf sem ekki er leyst í núverandi vöru- og þjónustuframboði. Lykillinn hér er að hafa kannanirnar nægjanlega nákvæmar þannig að hægt sé að greina með skýrum hætti hverjar þarfir og væntingar viðskiptavina eru. Algengt er að fyrirtæki nýti setji kannanir í kjölfar endurbóta á vörum eða þjónustu til að greina hvort breytingar hafi skilað sér til viðskiptavina.

Samanburður á árangri aðgerða

Reglulegar kannanir um sama málefni á sambærilegan markhóp geta skilað fyrirtækjum verðmætum upplýsingum um hvort stefnan sé rétt og þróun vöru eða þjónustu sé í samræmi við væntingar. Einnig er hægt að nýta samanburðakannanir fyrir og eftir að ný vara eða þjónusta er sett á markað til að meta ánægju viðskiptavina.


Við hjá Arango höfum nýtt kannanir mikið hjá okkar viðskiptavinum hvort sem er með Microsoft Customer Voice eða markaðslausninni Click Dimensions og myndum gjarnan vilja fara yfir þá möguleika og leiðir sem henta þínu fyrirtæki.


Sendu okkur línu á arango@arango.is og við munum hafa samband.

bottom of page