Það hefur verið gríðarlega gaman að fylgjast með þróuninni á CRM kerfunum frá Microsoft undanfarin ár, sér í lagi eftir að lausnin var sett í skýjið. Microsoft hefur sett gríðarlega mikinn fókus á þróun lausnarinnar og nú er staðan orðin sú að greiningaraðilar eru í auknu mæli farnir að tala um að kerfið sé besta CRM lausnin á markaðnum. Það var ekki staðan fyrir 3-5 árum síðan.
Það verður mjög gaman að fylgjast með næstu árin, en miðað við fréttir af þeim útgáfum sem framundan eru í Dynamics 365 og það hvernig Microsoft skýjalausnirnar hafa verið að þróast saman með Azure, Office 365 og Power Platform verður að teljast líklegt að þetta forskot Microsoft í CRM muni aukast á komandi misserum !
Microsoft hafa áður sýnt það með t.d. þróun á Power BI lausninni að þeir leggja allt kapp á að koma sínum lausnum í forystu á markaðnum og sýna það aftur hér.
CRM Watchlist 2020 https://lnkd.in/gCpaJFD
Hafið samband við okkur hjá arango til frekari upplýsinga um Dynamics 365 CRM lausnirnar frá Microsoft.