Í október 2018 tilkynnti Microsoft að gerðar yrðu breytingar á virkni svokallaðra “Team Member” leyfa í Dynamics 365. Á þeim tíma voru þó ekki gerðar tæknilegar breytingar á kerfunum til að breyta virkni leyfanna. Nú hefur Microsoft tilkynnt að frá og með 31. Janúar verði gerðar tæknilegar breytingar í Dynamics 365 sem kalli á breytingar fyrir marga núverandi notendur kerfisins sem eru með Team Member notendur. Nú þegar eða 1. janúar voru gerðar breytingar hjá hluta viðskiptavina.
Hvað er Dynamics 365 “Team Member” leyfi ?
Dynamics 365 Team Member leyfið er ódýrt notendaleyfi ætlað notendum til að framkvæma einfaldar aðgerðir í kerfinu, svo sem stofna tengiliði og samskipti, hafa les réttindi á allt og uppfæra sínar eigin upplýsingar í kerfunum.
Nánari upplýsingar um Team Member leyfi er að finna hér: Dynamics 365 Team Members license | Microsoft Docs
Breytingar á Dynamics 365 Team Member leyfi
Samkvæmt nýju leyfisskilmálum Microsoft munu viðskiptavinir sem keyptu Team Member leyfi eftir 1. Október 2018 eingöngu hafa aðgang að eftirfarandi virkni “Application eða app” í Dynamics 365:
Customer Service Team Member
Sales Team Member
Project Resource Hub
Frá og með 31. janúar 2021 þurfa núverandi viðskiptavinir sem nýta þessi leyfi til annarra nota að hafa gert breytingar á virkni kerfa sinna eða uppfært leyfi sín til að geta haldið áfram að vinna með sama hætti og áður.
Þessi breyting mun ekki að svo komnu hafa áhrif á þá viðskiptavini sem keyptu leyfi sín fyrir október 2018 og munu þeir geta nýtt þessi leyfi með sama hætti og áður fram að næstu endurnýjun leyfa sinna.
Hvaða áhrif hefur þetta á mig ?
Þeir notendur sem eru að nota Dynamics 365 og eru með Team Member leyfi í dag munu ekki hafa aðgang að eftirfarandi virkni í Dynamics 365:
Customer Service hub
Sales hub
Project Service Automation (PSA)
Önnur sérkerfi í D365 svo sem Arango 365
Að þessu viðbættu mun aðgangur þessara aðila að ýmissi annarri virkni verða takmörkuð. Sjá nánar í leyfisskilmálum Microsoft með því að smella hér: Dynamics 365 License Guide Jan 2021
Eftirfarandi viðskiptavinir munu ekki verða fyrir áhrifum að þessum breytingum:
Notendur á Microsoft Dynamics 365 “On Premise”
Notendur á Dynamics 365 online sem ekki innihalda Team Member leyfi
Notendur á eldri Team Member leyfum, (Keypt fyrir október 2018)
Hvað þarf ég að gera ?
Ef þú ert viðskiptavinur sem nýtir þér Team Member leyfi og hefur keypt þau eftir október 2018 ættirðu að skoða hvaða virkni þeir notendur sem eru að nýta þessi leyfi hafa aðgang að. Við mælum með því að gerð sé breyting á virkninni ef þörf er á eða leyfin uppfærð eftir þörfum fyrir 31. Janúar 2021.
Í flestum tilfellum er um smávægilegar breytingar á leyfum eða virkni að ræða.
Nánari upplýsingar og svör við algengum spurningum er að finna hér: Dynamics 365 Team Members license | Microsoft Docs
Sérfræðingar Arango eru einnig tilbúnir til aðstoðar eftir þörfum við að meta hvaða leið er einfaldast og hagkvæmast að fara við þessar breytingar hjá Microsoft.
Endilega hafið samband við Guðjón Karl sölustjóra hjá Arango vegna þessa í síma 660 7050 eða á netfangið gudjon@arango.is.
Comments