top of page

Bjarki Scott til liðs við arango frá Marel

Updated: Jan 7, 2020

Bjarki Scott hefur gengið til liðs við arango frá Marel og mun sinna ráðgjöf í Microsoft Dynamics 365 viðskiptalausnum.


Bjarki er tölvunarfræðingur að mennt og hefur tíu ára reynslu í hugbúnaðarráðgjöf á Íslandi og erlendis. Hann starfaði við innleiðingu og kennslu á Beusen hugbúnaði hjá orkufyrirtækjum í Hollandi í fjögur ár. Bjarki hefur starfað sem kerfisráðgjafi hjá Marel frá árinu 2014 við ráðgjöf, innleiðingu og verkefnastýringu á Innova framleiðsluhugbúnaðinum hjá viðskiptavinum Marel út um allan heim.


Við bjóðum Bjarka velkominn í hópinn.Comments


bottom of page