top of page

Birgir Orri Óðinsson til Arango

Birgir Orri Óðinsson hefur gengið til liðs við Arango.

Birgir er með BSc gráðu í Hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands en hann lauk þar námi árið 2019. Birgir gengur til liðs við tæknihóp Arango og mun þar sinna forritun og ráðgjöf í Dynamics 365 og Power Platform.

Birgir hefur um árabil starfað hjá Myllunni sem verkefnastjóri og innkaupastjóri ásamt því að sinna ýmsum tæknilegum verkefnum. Hann hefur góða þekkingu á Microsoft lausnum úr sínum störfum þar sem hann hefur unnið með Dynamics 365 Finance & Operations, PowerApps og Power BI. Birgir er 25 ára gamall Garðbæingur í sambúð og hefur mikinn áhuga á útiveru, hjólum og hlaupum.


Arango býður Birgi velkominn til starfa !


Við hjá Arango erum að leita eftir ráðgjöfum og forriturum. Þekking eða reynsla á Microsoft Dynamics eða Power Platform er kostur en ekki krafa. (Power Apps, Power BI, Power Automate). Ef þið hafið áhuga á að starfa með okkur endilega sendið okkur fyrirspurnir ásamt ferilskrá á netfangið starf@arango.is


Comments


bottom of page