top of page

Við segjum þér eins og er!


Á árinu fagnaði Arango fimm ára afmæli, á þessum fimm árum hefur fyrirtækið vaxið og starfsmönnum, viðskiptavinum og samstarfsaðilum fjölgað. Eitt af markmiðum ársins var að skerpa á ímynd okkar og lögðum við því af stað í vegferð með Pipar\TBWA til að marka vörumerkið okkar. 


Niðurstaða þessa samstarfs er endurbætt ásýnd og áhersla fyrirtækisins, litasamsetning og framsetning markaðsefnis sem endurspeglar sérstöðu okkar 



„Arango er fyrir öll fyrirtæki og stofnanir sem nýta Microsoft lausnir til að auka yfirsýn og bæta rekstur ásamt því að vilja eiga í traustu og góðu viðskiptasambandi til lengri tíma. Tilgangur Arango er að opna stafræna heiminn fyrir fleiri fyrirtækjum og veita viðskiptavinum lausnamiðaða ráðgjöf og lausnir sem bæta starfsumhverfi þeirra, auðvelda daglegan rekstur og færa þeim aukinn árangur“ 


Þessar endurbætur fríska ekki eingöngu upp á ímynd okkar, þær standa líka fyrir stöðuga þróun og skuldbindingu okkar til þess að veita framúrskarandi þjónustu. 


Því kynnum við með stolti nýja heimasíðu sem er komin í loftið. Arango stefnir á að halda áfram að vera leiðandi í ráðgjöf og hugbúnaðarþróun með það að markmiði að veita framúrskarandi þjónustu með lausnum sem eru sérsniðnar að þörfum íslenskra fyrirtækja og segja viðskiptavinum okkar eins og er! 

 

171 views

Comments


bottom of page