Arango valið Fyrirtæki ársins 2025
- Sigurður Hilmarsson
- May 22
- 2 min read
Updated: May 23
Arango hefur verið valið Fyrirtæki ársins 2025 af VR, annað árið í röð. Úrslitin voru kynnt við hátíðlega athöfn þann 15. maí þar sem launþegar í félagi VR velja þau fyrirtæki sem skara fram úr þegar kemur að starfsánægju, fyrirtækjamenningu, stjórnunarhæfni og vellíðan á vinnustað. Þetta er í annað sinn sem Arango hlýtur þennan eftirsóknarverða titil og staðfestir það áframhaldandi skuldbindingu fyrirtækisins við að byggja upp framúrskarandi vinnuumhverfi fyrir starfsfólk.
„Við erum ótrúlega stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu. Það að vera valin Fyrirtæki ársins tvö ár í röð segir okkur að við séum að gera góða hluti og það hvetur okkur áfram á sömu braut. Hjá Arango er lögð áhersla á að byggja upp eftirsóknarverðan vinnustað. Við leggjum okkur fram við að hlusta á fólkið okkar, byggja upp traust og skapa umhverfi þar sem fólk nýtur sín, bæði faglega og persónulega. Við erum stolt af menningunni okkar og þakklát fyrir það traust sem starfsfólkið sýnir okkur “ segir Tinna Björk Hjartardóttir framkvæmdastjóri hjá Arango.

Viðurkenning sem byggir á raunverulegri reynslu starfsmanna
Könnun VR byggir á víðtækri viðhorfskönnun meðal félagsmanna sinna þar sem þeir leggja mat á vinnustaði sína út frá ólíkum þáttum í starfsumhveri sínu eins og stjórnun, launakjör, starfsanda, jafnrétti, starfsánægju og fleira. Arango var meðal þeirra fyrirtækja sem skara framúr í sínum flokki og hlaut viðurkenninguna Fyrirtæki ársins 2025 en þrjú efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki hljóta þá nafnbót.
Við hjá Arango óskum öðrum fyrirtækjum sem hlutu viðurkenningar innilega til hamingju með árangurinn en heildarúrslit könnunarinnar má finna á vef VR: Fyrirtæki ársins 2025 - VR stéttarfélag
![]() | ![]() |