top of page

Arango stækkar – Ayline kemur með reynslu og ferska sýn til liðsins

  • Writer: Sigurður Hilmarsson
    Sigurður Hilmarsson
  • Mar 27
  • 2 min read

Updated: Mar 28

Nýlega gekk Ayline Deweerdt til liðs við Arango sem ráðgjafi. Hún kemur til fyrirtækisins frá ICELANDIA, þar sem hún starfaði meðal annars við innleiðingu CRM lausna í Microsoft Dynamics 365 og tók virkan þátt í þróun og umbótum á tæknilegum ferlum innan fyrirtækisins. Hjá Arango mun Ayline sinna ráðgjöf með sérstaka áherslu á þjónustulausnir og hvernig hægt er að nýta gervigreind innan Microsoft viðskiptalausna, meðal annars með Microsoft Copilot.


Ayline Deweerdt ráðgjafi hjá Arango
Ayline Deweerdt ráðgjafi hjá Arango

Áður starfaði hún í þjónustu og sölu hjá Enterprise Rent-A-Car Iceland (hluta af ICELANDIA) og komst fljótt í stjórnunarstöðu. Ári síðar varð hún þjónustustjóri fyrir alla ICELANDIA samsteypuna (Reykjavik Excursions, Enterprise, Icelandic Mountain Guides), þar sem hún leiddi teymi og bætti upplifun viðskiptavina. Í gegnum þessi hlutverk uppgötvaði Ayline ástríðu sína fyrir því að bæta starfshætti fyrirtækja með sjálfvirknivæðingu, straumlínulögun ferla og nýtingu á gervigreind í tæknilegum lausnum sem bæta verkferla starfsmanna og eykur þjónustuupplifun viðskiptavina. Þetta leiddi hana yfir í upplýsingatæknideild ICELANDIA þar sem hún blómstraði í þróun lausna og nýsköpun.

 

Að sögn Ayline hefur ferill hennar á leið í upplýsingatækni alls ekki verið hefðbundinn. “Ég er fædd og uppalin í Belgíu en þar stundaði ég nám í líffræði. Eftir því sem á námið leið, áttaði ég mig á því að það svið hentaði mér ekki. Í kjölfarið tók ég þá ákvörðun að taka mér hlé frá náminu, hugleiða og kanna ný tækifæri. Þannig endaði ég  á Íslandi - landi sem ég ætlaði aðeins að dvelja í í eitt ár en er nú orðið mitt heimili. – Segir Ayline

 

Á persónulegu nótunum þá er Ayline að fara að gifta sig, á þrjá ketti og nýtir frítímann í göngur, ferðalög og saumaskap. Spennandi tímar framundan.

 

Við bjóðum Ayline hjartanlega velkomna í stækkandi hóp Arango starfsmanna ! 

bottom of page