Arango og Dokobit undirrituðu á dögunum formlegan samstarfssamning um endursölu Arango á þjónustum Dokobit sem hluta af Arango lausnum.
Rafræn undirritun og auðkenning hefur orðið vaxandi þáttur í stafrænum ferlum viðskiptavina Arango undanfarin misseri og er nú einnig orðið hluti af fjölmörgum stöðluðum vörum Arango. Má þar nefna Arango AML, lausn til útsendinga og undirritana áreiðanleikakannana, Arango 365, þar sem samningar, umsóknir og skjöl eru undirrituð rafrænt, sölukerfi bílaumboða þar sem samningar, nýskraningar og eigendaskipti eru undirrituð rafrænt ásamt fjölda annara stafrænna ferla.
Með lausnum Dokobit geta fyrirtæki náð enn meiri ávinningi með því að samþætta þær stafrænum lausnum Arango og ferlum í Power Platform og Dynamics 365 þar sem mikill tímasparnaður og upplýsingaöryggi fellst í notkun lausnanna. Allar undirskriftir í Dokobit eru útbúnar með rafrænum skilríkjum sem mæta háum kröfum um öryggi en rafrænar undirskriftir frá Dokobit mæta ströngustu kröfum EU reglugerðar nr. 910/2014 (eIDAS)
Lausnir Dokobit hafa náð aukinni útbreiðslu undanfarin misseri, en fjölmörg fyrirtæki nýta sér þjónustuna hér á landi sem og í Evrópu.
Til nánari upplýsinga hafið samband við okkur í síma 534 6800 eða sendið okkur línu á arango@arango.is
Comentários