top of page

Arango hefur sölu á verktakalausn

Arango hefur þróað nýja hugbúnaðarlausn sem nýtist verktökum.

Lausnin sem ber heitið Arango Verktakinn gefur verktökum kost á að halda utan um viðskiptavini, verk, tímaskráningu, mannafla, tæki og samskipti við viðskiptavini og hagsmunaaðila sem fylgja þeim verkefnum sem unnið er í.

Með Arango Verktakanum er haldið utan um verkefnin sjálf, tæki og starfsmenn ásamt tímaskráningum á mannafla og tækjum. Ef verktaki er í jarðvinnu og flutningum er meðal annars haldið utan um fjölda ferða í akstri, námur, efni og magn og gefur hugbúnaðurinn gott yfirlit yfir rekstur verktakans fyrir stjórnendur. Starfsmenn vinna í einföldu og þægilegu viðmóti á snjallsímum eða annars konar snjalltækjum og er kerfið því alltaf við hendina sem tryggir öruggari innslátt og réttari skráningu tíma og ferða.

Nú þegar hafa verktakafyrirtækin Óskatak og Ögurverk tekið hugbúnaðinn í notkun og eru afar ánægðir með virkni kerfisins, einfaldleikann og þann tímasparnað og öryggi sem fylgir notkun þess.

Arango Verktakinn er stöðluð viðbótarlausn frá Arango sem byggir á Dynamics 365 og Power Platform frá Microsoft. Verktakalausnin er tilbúin lausn sem tekur stuttan tíma í uppsetningu. Lausnin er skýjalausn og er því enginn rekstur á hugbúnaðinum hjá kaupanda. Greidd eru mánaðarleg gjöld í áskrift og því kostnaður þekktur.

Fáið nánari upplýsingar um verð og virkni Arango Verktakans með því að hafa samband við söludeild Arango: arango@arango.is

192 views
bottom of page