top of page

Arango gefur út CRM lausn fyrir íslenska markaðinn

Updated: Mar 17, 2021

Arango hefur sett í sölu öfluga CRM lausn sem svarar þörfum íslenska markaðarins og nefnist hún Arango 365. 

Arango 365 er sérlausn frá arango sem byggir á Dynamics 365 Sales  (Microsoft CRM) en er aðlagað að þörfum íslenskra fyrirtækja í viðskiptastýringu, verkefnautanumhaldi, sölu, markaðssetningu og þjónustu.  Arango 365 er samþætt við Microsoft vörur eins og Office 365, Outlook, Exchange, Sharepoint  og Teams og hentar því afar vel fyrirtækjum og stofnunum sem starfa í því umhverfi. Tilbúnar tengingar eru við ýmsar íslenskar þjónustur eins og ja.is og þjóðskrá sem flýtir fyrir stofnun og viðhaldi viðskiptavinaupplýsinga og markaðssetningu.

„Arango 365 er byggð á þörfum íslenskra fyrirtækja og inniheldur virkni sem aðstoðar fyrirtæki við að stafrænivæða og bæta ferla í sölu, þjónustu, verkefnautanumhaldi og markaðssetningu. Lausnin hentar fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum jafnt stofnunum sem einkafyrirtækjum. Þó fyrirtæki hafi í sumum tilfellum mismunandi þarfir í ákveðnum atvinnugreinum þá er alltaf ákveðin samnefnari milli allra fyrirtækja og stofnana. Það er verið að halda utan um viðskiptavini, tengiliði, samskipti, verkefni, erindi og mál og veita þjónustu að einhverju tagi.” segir Guðjón Karl Þórisson, sölustjóri Arango

Lausnin var sett á markað  upp úr áramótum og hafa nú þegar fjölmörg íslensk fyrirtæki valið að nýta sér hugbúnaðinn. Að velja staðlaða lausn eins og Arango 365 flýtir innleiðingu á slíku kerfi og heldur kostnaði í lágmarki. Fyrirtæki fá aðgang að mikilli virkni á stuttum tíma sem einfaldar ferla í sölu, viðskiptastýringu, þjónustu og markaðssetningu. 

Dynamics 365 er skýjalausn sem byggir á nýjustu tækni frá Microsoft, Power Platform og er aðgengilegt jafnt í snjalltækjum, símum sem og almennum starfsstöðvum. 

Til nánari upplýsinga um Arango 365 hafið samband við sölustjóra Arango, gudjon@arango.is

Comentários


bottom of page