top of page

Arango 5 ára !

Arango er stofnað árið 2019 og er því 5 ára gamalt um þessar mundir.

Af því tilefni var blásið til afmælisveislu. Starfsmenn Arango fögnuðu þar afmælinu ásamt viðskiptavinum og samstarfsaðilum en um 100 manns mættu á svæðið.

Fögnuðurinn var haldinn í Höfuðstöðinni í elliðaárdal þar sem gestum bauðst að skoða listasýningu Hrafnhildar Arnardóttur - Chromo Sapiens, gæða sér á veitingum, dilla sér við ljúfa undirtóna og tengjast.


Chromo Sapiens / Hrafnhildur Arnardóttir
Tinna Hjartardóttir skoðar sýningu Hrafnhildar, Chromo Sapiens

Það var DJ Steini úr Quarashi sem sá um tónlistina á meðan gestir nutu veitinga frá Lux veitingum og Ölgerðinni.



Arango teymið vill þakka öllum þeim sem litu við til að fagna með okkur kærlega fyrir komuna !




219 views
bottom of page