top of page

Adam Jens Jóelsson til Arango

Adam Jens Joelsson hefur hafið störf hjá Arango. Adam er með BSc gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands auk Masters gráðu í hugbúnaðarverkfræði "Computer Science & Engineering" auk "Computer Security" frá DTU, Tækniháskóla Danmerkur.


Adam mun sinna forritun, hugbúnaðarþróun og ráðgjöf í Dynamics 365 og Power Platform auk þess að koma að samþættingarverkefnum og tæknilegum uppsetningum í skýjaumhverfi Microsoft.


Adam er 26 ára gamall og kemur til Arango ferskur úr náminu í Danmörku.

Við hjá Arango bjóðum Adam hjartanlega velkominn til starfa !


Við hjá Arango erum að leita eftir ráðgjöfum og forriturum með reynslu og eða þekkingu á skýjalausnum Microsoft, Microsoft Dynamics, Power Platform eða Power Apps. Við tökum vel á móti öllum fyrirspurnum svo endilega hafið samband við okkur á starf@arango.is.

Comentários


bottom of page