Bakgrunnur
ÍAV hafði þörf fyrir öflugt og víðtækt upplýsingakerfi fyrir þjónustudeildir sem gengu þvert á fyrirtækið og jukust í kjölfar uppfærslu á Navision kerfi í Business Central. Við innleiðingu Business Central var séraðlögunum haldið í lágmarki og við það skapaðist tækifæri til að koma öðrum ferlum fyrir í Field Service.
Lausnin
Arango innleiddi Microsoft Dynamics Field Service fyrir vélaverkstæði til þess að ná utan um tækjaskrá og verkbeiðnir í fyrsta fasa. Í næstu fösum var farið í útfærslu á leiguvirkni til tækja- og búnaðarleigu, samþættingu við BC á stofn- og viðskiptagögnum ásamt virkni fyrir afgreiðslu og framleiðslu í námum.
Ávinningur
Aukin gæði gagna sem hægt er að treysta á og í kjölfarið taka gagnadrifnar ákvarðanir. Færri handtök og innsláttur gagna sem skilar sér í skilvirkari og sjálfvirkari ferlum starfsmanna.
Hlutverk Arango:
Ráðgjöf
Upphaf verkefnis fól í sér greiningu á ferlum til að tryggja að lausnin uppfyllti kröfur ÍAV. Á sama tíma var farið í að kortleggja tækifæri til þess að gera ferli skilvirkari.
Hönnun
Högun
Breytingastjórnun
Samþætting
“Þörfin fyrir öflugt og víðtækt upplýsingakerfi fyrir þjónustudeildir sem gengur þvert á fyrirtækið, hefur aukist undanfarin misseri. Við uppfærslu á gömlu Navision kerfi ÍAV í Business Central var séraðlögunum haldið í lágmarki og við það skapaðist tækifæri á að koma ákveðnum ferlum fyrir í öðrum kerfum. Arango varð fyrir valinu vegna þekkingar og reynslu þeirra af sambærilegum verkefnum og þeim hugbúnaðarlausnum sem hentuðu okkur. Við vonumst til að fá mun betri yfirsýn og sjálfvirkni í ýmsum ferlum með innleiðingu á þessum kerfum“
Segir Ásbjörn Guðmundsson framkvæmdastjóri fjármálasviðs ÍAV.
Comments