top of page

Þjónustuskrifstofa FHS innleiðir félagakerfi frá Arango.

Arango hefur í samstarfi við þjónustuskrifstofu FHS þróað félagakerfi í Dynamics 365 og Power Platform. Þjónustuskrifstofa FHS er sameiginleg skrifstofa fimm aðildarfélaga BHM með um 4 þúsund fullgilda og virka félaga. Innan stéttarfélaganna er fjölbreytt flóra háskólamenntaðs fólks sem starfar hjá ríki, sveitarfélögum og á almennum markaði.


Meðal verkefna þjónustuskrifstofunnar eru:

  • Að aðstoða félagsmenn á sviði kjara- og réttindamála.

  • Að aðstoða við lausn ágreiningsmála er varða framkvæmd og túlkun kjarasamninga.

  • Að aðstoða félagsmenn við að leita lögfræðilegrar ráðgjafar í málum sem falla undir starfssvið stéttarfélags.

  • Að vinna að gerð kjarasamninga fyrir stéttarfélögin fimm bæði miðlæga kjarasamninga og stofnanasamninga í umboði stjórna félaganna. Hvert stéttarfélag hefur sjálfstæðan samningsrétt.

  • Að aðstoða við gerð ráðningarsamninga og túlkun á þeim.

  • Að aðstoða við útreikninga á launum og innheimtu ef þörf krefur.

„Innleiðing á miðlægu viðskiptamanna- og félagakerfi frá Arango hefur gengið hratt og vel. Við munum halda áfram að þróa lausnina í samstarfi við Arango og sjálfvirknivæða þjónustu við okkar félagsmenn. Kerfið er bylting í vinnuferlum innanhúss og upplýsingagjöf til okkar starfsmanna og mun skila sér í bættri þjónustu við okkar félagsmenn“ segir Georg Brynjarsson framkvæmdastjóri Þjónustuskrifstofu FHS


Lausnin frá Arango hefur þegar verið tekin í notkun og er grunnur að bættri þjónustu og vinnuferlum þjónustuskrifstofunnar í utanumhaldi á félagatali, sjóðum og skilagreinum. Öll samskipti, erindi, mál, umsóknir og mikilvægar upplýsingar á einum stað veita starfsmönnum þjónustuskrifstofunnar 360 gráðu sýn á aðildarfélaga og hagsmunaaðila.


Lausnin frá Arango sem byggir á Dynamics 365 & Power Platform hentar vel öllum fyrirtækjum, stofnunum, sveitarfélögum, lífeyrissjóðum og stéttarfélögum í þeirra vegferð við að bæta ferla með stafrænni þjónustu.


Arango býður Þjónustuskrifstofu FHS velkomin í ört vaxandi hóp viðskiptavina Arango


bottom of page