top of page

Þjónustukannanir í Dynamics 365 með Microsoft Customer Voice

Updated: Sep 15, 2020

- Microsoft Forms Pro verður Customer Voice


Á Microsoft Inspire 2020 kynnti Microsoft þá breytingu að Microsoft Forms Pro verði uppfært í Dynamics 365 Customer Voice og verður hluti af staðlaðri virkni Dynamics 365. Með þessari breytingu flytjast kannanir sem gerðar hafa verið hjá núverandi notendum í Forms Pro yfir í Dynamics 365 Customer Voice, en öll virkni og aðgerðir verða eftir sem áður aðgengilegar í Dynamics 365 Customer Voice. Nánar hér: Customer Voice

Við hjá Arango höfum nýtt Microsoft Forms Pro með tengingum við Dynamics 365 undanfarin misseri hjá okkar viðskiptavinum en til framtíðar verða þær lausnir uppfærðar í Customer Voice. Að geta haldið utan um ólíkar kannanir á einum stað ásamt öðrum gögnum og upplýsingum um viðskiptavininn getur verið umtalsverð hagræðing þar sem aðgengi að niðurstöðum og greiningum er á einum stað. Lausnin getur haldið utan um margskonar kannanir bæði rekjanlegar s.s. Stuttar þjónustukannanir eða órekjanlegar eins og markaðs- og NPS kannanir.


Dynamics 365 Customer Voice er mjög öflug lausn til hvers konar kannana, og til að halda utan um árangursmælingar á mælikvarða í þjónustu og markaðssetningu meðal viðskiptavina. Þar sem lausnir er hluti af CRM kerfinu eru upplýsingarnar aðgengilegar á einum stað.Mjög einfalt er að setja upp kannanir í kerfinu, hvort sem um er að ræða flóknar þjónustukannanir, sem hægt er að byggja á sniðmáti eftir „best practise“ frá sambærilegum fyrirtækjum eða styttri kannanir eins og NPS sem sendar eru út eftir ákveðna viðburði í þjónustu, kaup, afhendingu eða þess háttar.

Ný virkni í lausninni er flokkun kannana eftir verkefnum. Sumar kannanir deila mælikvörðum eða spurningum og geta verið flokkaðar í verkefni. Þetta auðveldar vinnu, stýringu og yfirsýn. Þegar þú kemur inn í kerfið kemurðu inn á „All Projects“ flipann. Þar sérðu lista yfir verkefni sem þú hefur stofnað, og þar býrðu til ný verkefni og vinnur með núverandi verkefni.Verkefni búin til út frá sniðmáti

Að búa til verkefni út frá sniðmáti, „industry template“ flýtir mikið fyrir stofnun kannana. Sniðmátið inniheldur spurningar sem byggja á „best practise“ og eru settar upp af aðilum með sérþekkingu á því sviði.

Einfalt er að búa til kannanir í kerfinu og senda út:Eftir að könnun er send út er með einföldum hætti hægt að greina svörun og niðurstöður. Bæði er hægt að skoða skýrslur með yfirliti með myndrænum hætti eða greina einstök svör.

Uppfærsla úr Microsoft Forms Pro í Dynamics 365 Customer Voice

Hvað verður um kannanir sem nú þegar eru í Forms Pro ?

  • Allar kannanir sem gerðar hafa verið í Forms Pro eru aðgengilegar í Dynamics 365 Customer Voice. Hvert verkefni inniheldur eina könnun. Öll verkefni eru aðgengileg á forsíðu.

  • Ef þú hefur búið til „shared survey“ í Forms Pro verður til „shared project“ í Customer Voice.

  • Ef þú hefur búið til „flow“ fyrir kannanir í forms pro þá verður það virkt í Customer Voice.

  • Mælaborð og NPS kannanir verða aðgengilegar í Customer Voice.


Við hjá Arango viljum hvetja ykkur til að kynna ykkur þessar lausnir nánar á vef Microsoft með því að smella hér: Dynamics 365 Customer Voice

Hér má einnig sjá kynningarmyndband á youtube: Microsoft Customer Voice

ความคิดเห็น


bottom of page