top of page

Ölgerðin og Danól innleiða stafrænar lausnir í sölu- og þjónustu frá Arango

Ölgerðin og Danól hafa samið við Arango um innleiðingu á stafrænum lausnum fyrir fyrirtækin. Um er að ræða lausnir í sölu- og þjónustu sem styðja við breytingu á verklagi með það að markmiði að hámarka skilvirkni starfsmanna og bæta þjónustu við viðskiptavini. 

Fyrirtækin eru bæði leiðandi á sínu sviði á íslenskum markaði en Ölgerðin er stærsta drykkjavörufyrirtæki landsins. Fyrirtækið ásamt Danól framleiðir, flytur inn, dreifir og selur drykkjarvörur/matvæli og aðra sérvöru um allt land. Saman eru fyrirtækin með sjö söluteymi og tvö þjónustuver. Innleiðing hófst formlega í janúar á þessu ári og hefur fyrsti fasi þegar verið tekinn í notkun.


 ” Við hjá Ölgerðinni erum gríðarlega ánægð með samstarfið við Arango. Nú þremur mánuðum eftir að vinna hófst af fullum krafti höfum við sett í loftið SÖGU sem verður okkar miðja fyrir allar upplýsingar og ferla tengda viðskiptavinum okkar og birgjum. SAGA er byggð á bæði stöðluðum lausnum Arango og Microsoft auk séraðlagana fyrir okkur. Við erum strax farin að horfa til þess að útvíkka notkun á þessum öflugu lausnum og framundan er innleiðing á utanumhaldi vettvangsþjónustu með Field Service lausnum.” segir Óskar Ingi Magnússon, deildarstjóri stafrænnar tækni og greininga.

 

Ásamt innleiðingu á SÖGU sem mun verða miðpunktur viðskiptavinaupplýsinga var sett í loftið nýtt app, SAGA Sölustýring sem er sérsniðið fyrir söluteymi fyrirtækjanna og er ætlað að gera vinnu þeirra einfaldari og skilvirkari.


”Við innleiðingu á nýjum lausnum skiptir höfuð máli að starfa með reynslumiklum þjónustuaðila sem hægt er að treysta á. Samstarf okkar við teymið hjá Arango hefur reynst vonum framar og erum við sérstaklega ánægð með þekkingu þeirra til að koma til móts við þarfir fyrirtækja með margþætta starfsemi eins og Ölgerðin. Eins skiptir það okkur miklu máli að við fundum að starfsfólk var sett í fyrsta sæti við hönnun og þróun á lausnunum en ekki einblínt á tæknilega þáttinn. SAGA var hringd inn með pompi og prakt einungis þrem mánuðum eftir að formleg vinna hófst og varð strax hluti af verklagi allra níu sölu- og þjónustuteymana . Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs í þróun og útvíkkun SÖGU með Arango.” Telma Dögg Pálsdóttir, verkefnastjóri stafrænnar þróunar.


Ölgerðin innleiðir stafrænar sölu- og þjónustulausnir frá Arango
Starfsfólk Ölgerðarinnar hringir inn SÖGU með pompi og prakt

Arango býður Ölgerðina velkomna í ört vaxandi hóp viðskiptavina.


Ráðgjafar Arango sérhæfa sig í ráðgjöf og innleiðingum á viðskiptalausnum í sölu- þjónustu og markaðssetningu byggðum á Microsoft Dynamics 365 og Power Platform. Til nánari upplýsinga hafið samband: arango@arango.is



Comments


bottom of page