top of page

Ár þróunar og vaxtar hjá Arango – Annáll 2023


Í upphafi árs er ekki úr vegi að horfa yfir liðið ár og velta fyrir sér hvað nýjir tímar bera í skauti sér. Árið 2023 var viðburðarríkt hjá Arango en kalla mætti árið, ár vaxtar og þróunar hjá fyrirtækinu. Einkenndist það af fjölgun viðskiptavina og starfsfólks auk þess sem nýjum vörum Arango var komið á markaði sem munu marka vöxt fyrirtækisins á komandi árum. Hjá Arango starfa í dag 11 sérfræðingar við þróun hugbúnaðarlausna í Microsoft umhverfi ásamt því að veita ráðgjöf og þjónustu til viðskiptavina.  


Í stuttu máli, þá uxum við, þróuðum, sóttum á nýja markaði, lærðum, tókum þátt í spennandi verkefnum með okkar viðskiptavinum, aðstoðuðum þá og skemmtum okkur saman.


Í aðeins lengra máli þá trúum við hjá Arango því að með tækni getum við náð fram hagræðingu og tímasparnaði með bættum vinnuferlum, aukinni yfirsýn og einfaldara vinnuumhverfi. Við innleiddum öflugar CRM lausnir hjá fjölda fyrirtækja, stórum sem smáum og aðstoðuðum þau við að ná sínum markmiðum með skilvirkari vinnuferli.


Við lögðum aukna áherslu á gagnavinnslu og gæði gagna og sérhæfðum okkur í samþættingum upplýsingakerfa og vinnslu upplýsinga. Við tókum á móti stórum viðskiptavinum og aðstoðuðum þau við að nýta nýja tækni í Azure Integration Services við samþættingu á CRM og ERP upplýsingakerfum í þeim tilgangi að bæta gæði gagna og verkferla.


Í ár aðstoðuðum við ríkisstofnanir við að nýta betur fjárfestingu sína í Microsoft hugbúnaði. Arango þróaði og innleiddi hjá fjölmörgum ríkisstofnunum staðlaðar erinda-, mála-, þjónustu- & samskiptalausnir í Microsoft umhverfi fyrir ríkisstofnanir sem munu auka sjálfvirkni og yfirsýn í samskiptum aðila.
Við innleiddum hjá lífeyrissjóðum, bifreiðaumboðum, bókhalds- og endurskoðunarfyrirtækjum lausnir sem einfalda gerð áreiðanleikakannana og áhættumats viðskiptavina í þeim tilgangi að aðstoða fyrirtæki við að uppfylla lög í baráttu stjórnvalda gegn peningaþvætti.


Við þróuðum leigukerfi fyrir útleigu vinnuvéla og tækja ásamt því að við innleiddum verkbeiðna og vettvangsþjónustulaunir (e. field service) hjá okkar viðskiptavinum.

Auk þessa seldum við símkerfi og tengdum þau þjónustulausnum fyrirtækja og stofnana, þróuðum gæða- og eyðublaðalausnir til að koma pappírsferlum framleiðslufyrirtækja á stafrænt form og bæta vinnu-umhverfi starfsfólks
Það hefur verið gríðarlega spennandi að fylgjast með þróun Microsoft lausna undanfarið ár en á árinu kynnti fyrirtækið m.a. byltingu í nýtingu á gervigreind í viðskiptahugbúnaði og almennum starfsferlum með Copilot vörum sínum. Á árinu sótti starfsfólk Arango ásamt  viðskiptavinum ráðstefnur erlendis í þeim tilgangi að læra, kynnast nýjungum og skemmta sér.


Okkur hjá Arango hlakkar mikið til ársins 2024. Fjölmörg spennandi verkefni eru framundan auk þess sem fyrirtækið verður 5 ára gamalt um mitt árið. Við stefnum að því að vaxa, læra, vinna með nýja tækni, halda og sækja ráðstefnur og skemmta okkur saman á árinu.


Hlökkum til að sjá ykkur - Gleðilegt nýtt ár !   

Comentários


bottom of page