top of page

Ár árangurs og stefnumörkunar

Árið 2024 var viðburðarríkt hjá okkur í Arango. Við unnum í verkefnum og þjónustu fyrir yfir 70 viðskiptavini á stafrænni vegferð, heimsóttum Warsaw í árshátíðarferð, sóttum ráðstefnur erlendis ásamt því að halda upp á 5 ára afmælið okkar með pompi og prakt með okkar viðskiptavinum og samstarfsaðilum. Við uppfærðum ásýnd okkar og markaðsefni á árinu ásamt því vörðum við tíma í vinnudaga, stefnumótun og framtíðarsýn til að halda fókus og hafa stöðugt augun á því hvað við viljum verða þegar við verðum stór.  Arango hlaut viðurkenninguna Fyrirtæki ársins hjá VR á árinu en það er okkur mikilvægt að byggja upp framúrskarandi vinnustað þar sem starfsfólki okkar líður vel og sér tækifæri til vaxtar og þróunar.


Á árinu héldum við áfram í vöruþróun á okkar eigin vörum, endurmenntun starfsmanna og byggðum upp mikilvæg viðskiptasambönd með okkar frábæru viðskiptavinum og samstarfsaðilum. Þegar horft er til baka er ekki úr vegi að minnast á nokkur af okkar helstu verkefnum á árinu:


Fórum í loftið með SÖGU – App sem byggir á stöðluðum lausnum frá Arango og Microsoft og er miðja fyrir allar upplýsingar og ferla tengda viðskiptavinum og birgjum Ölgerðarinnar og Danól með samþættingu við fjárhagskerfi. SAGA heldur einnig utan um allar heimsóknir og viðskiptastýringu ásamt því að innleiðing á utanumhaldi vettvangsþjónustu “Field Service” er að hefjast.


Innleiddum lausn fyrir EFLU verkfræðistofu til að ná utan um samskipti með skráningu og samskiptaskori, halda utan um verkefnaöflun, samninga við viðskiptavini og birgja með rafrænum aðgerðum , reglulegar  þjónustukannanir og utanumhald erinda sem berast eftir ýmsum stafrænum leiðum.


Innleiddum nýtt CRM kerfi, "Vörðuna" hjá RARIK. Varðan byggir á lausnum frá Arango í Dynamics 365 og Power Platform. Markmiðið var að veita persónulegri þjónustu og bæta upplifun viðskiptavina í samskiptum við fyrirtæki, til þess að ná þeim markmiðum innleiddum við Erindalausn, Rafrænar Aðgerðir og Arango SMS með áherslu á einfaldleika, rekjanleika og skilvirkni. Einnig fólst samþætting við kjarnakerfi Rarik með Azure-þjónustum í verkefninu.



Héldum áfram í stafrænni verkferð með ÍAV. Höfðum innleitt vettvangsþjónustukerfi “Field Service” og héldum áfram að byggja á þann grunn með því að útfæra leiguvirkni til tækja- og búnaðarleigu, samþættingu við Business Central á stofn- og viðskiptagögnum ásamt virkni fyrir afgreiðslu og framleiðslu í námum. Tilgangurinn er til að auka gæði gagna sem hægt er að treysta á og í kjölfarið taka gagnadrifnar ákvarðanir, fækka handtökum með meiri sjálfvirkni á ferlum.


Öryggismiðstöðin Heldur áfram að ná frábærum árangri með skýja- og viðskiptalausnum Microsoft ásamt sérlausnum frá Arango. Ná fram meiri skilvirkni í verkferlum, hagræðingu í upplýsingatækni og bæta þjónustu gagnvart sínum viðskiptavinum.




Við héldum áfram að hjálpa ríkisstofnunum og sveitarfélögum að auka skilvirkni og hagræða í upplýsingatækni með nýtingu stafrænna lausna. Við innleiddum mála, skjala og erindalausnir fyrir stofnanir eins og Rannís og hófum innleiðingu á erinda og eftirlitslausnum fyrir Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur til að halda utan um viðskiptavini, eftirlit, umsjón, skjalastýringu, samskipti og reikningagerð.

 

Á síðari hluta ársins fjölgaði umtalsvert í hópi viðskiptavina Arango. Við erum því full tilhlökkunar fyrir komandi ári og þeim verkefnum sem framundan eru með okkar nýju og núverandi viðskiptavinum. Við erum ákaflega stolt af okkar samstarfi.  Við munum halda áfram að bæta skilvirkni, vinnuumhverfi og verkferla með nýtingu á stafrænum lausnum og leggja metnað okkar í veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi ráðgjöf og þjónustu.  


Við viljum þakka öllum viðskiptavinum og samstarfsaðilum fyrir geggjað ár, hlökkum mikið til ársins 2025!

710 views
bottom of page