top of page

Áhrifaríkt og skemmtilegt samstarf

Undanfarin ár hafa fyrirtæki á Íslandi varið miklum tíma, fyrirhöfn og fjármagni í að stafrænivæða ferla. Þessi hraða framför hefur að stórum hluta verið drifin áfram af kröfunni um aukna skilvirkni, bættum aðgangi að gögnum, gagnadrifnum ákvörðunum og hraðari og persónulegri þjónustu gagnvart viðskiptavinum. Frá árinu 2019 höfum við hjá Arango staðið við hlið viðskiptavina í gegnum þessar breytingar, kynnst ólíkum atvinnugreinum, fólki, áherslum og aðferðum og í grunninn þá eru ákveðnir þættir sem virka og við teljum að þetta séu þættir sem að skilgreina gott samstarf (e.partnership). En hvað gerir samstarf að góðu samstarfi?


Fólk og ferlar

Við þreytumst ekki á að endurtaka möntruna „Fólk og ferlar fyrst, síðan tæknin“. Breytingar innan fyrirtækja, sama hvort þær séu tæknilegar eða breytingar á vinnulagi, snúast að langstærstum hluta um fólk, síðan ferla eða gögn og að lokum um tækni eða hugbúnað. Þegar farið er af stað í innleiðingar og/eða breytingar sem snúa að tækni, þarf augljóslega að skilgreina tilgang og markmið með breytingum en síðan þarf að greina og skilja verkferla, fara á dýptina í vinnulagi starfsfólks til þess að greina hvar er hægt að fækka handtökum og gera hlutina hraðar og betur.


Gegnsæi og traust

Gott samstarf byggist á heiðarlegum, gegnsæjum og traustum samskiptum. Við leggjum okkur fram í að fara á dýptina í greiningum á ferlum til þess að geta „challeng-að“ núverandi verklagi, spyrjum spurninga til þess að fá samstarfsaðila til þess hugsa „afhverju er þetta gert svona í dag?“ er það vegna þess að þetta er besta leiðin eða vegna þess að þetta hefur alltaf verið gert svona? Við miðlum reynslu annara viðskiptavina og hvernig áskoranir hafa verið leystar, því oftar en ekki, er mikill samnefnari á milli áskorana, þvert á ólíka iðnaði. Því segjum við alltaf „Við segjum þér eins og er“ Við segjum viðskiptavinum það sem þau þurfa að vita, ekki bara það sem þeim langar að heyra. Þannig virkar alvöru viðskiptasamband.


Breytingastjórnun

Við tileinkum okkur ákveðna hluti breytingastjórnunar og vinnum með viðskiptavinum í þeirri vegferð sem breytingastjórnun er. Hún byrjar ekki og hættir samhliða innleiðingu á nýrri lausn eða nýju kerfi en nær vissulega ákveðnu hámarki í slíkum verkefnum. Það virkar ekki það sama allstaðar og því nýtum við verkfærakistuna til að týna til réttu tólin hverju sinni. Stærsti samnefnarinn þegar kemur að breytingastjórnun, að okkar mati, er að starfsfólk skilji afhverju það er verið að breyta. Það þarf að skilgreina tilgang og markmið á mannamáli, frá byrjun verkefnis. Verkefnin sem við vinnum í eru í lang flestum tilfellum liður í að ná langtímamarkmiðum fyrirtækja og stofnanna.


Hafa gaman

Við upplifum okkar bestu daga þegar okkur tekst að hjálpa viðskiptavinum að einfalda rekstur og bæta yfirsýn yfir alla þá flóknu ferla sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að glíma við á hverjum degi. Þetta er ekki alltaf auðvelt og það þarf að vanda til verka en við leggjum alltaf upp úr því að hafa gaman og keyra verkefni og samstarf áfram á virðingu, sameiginlegum markmiðum og gleðinni.

202 views
bottom of page