top of page
shutterstock_682694722_with arango logo.
Alogo_blátt.png

365

 

 

Arango 365 er stöðluð CRM lausn frá Arango sem byggir á Dynamics 365 Sales en er aðlagað að þörfum íslenskra fyrirtækja.

 

 - Viðskiptastýring 

 - Sölukerfi

 - Markaðssetning

 - Þjónustu & málakerfi

 - Skjalakerfi

​

​

agenda-analysis-business-plan-990818.jpg

Nánari virkni

Viðskiptastýring

Ná 360 gráðu sýn yfir viðskiptavini, birgja og hagsmunaaðila. Hafðu viðskiptavinalista á einum stað ásamt tengiliðum, upplýsingum um hlutverk og öll samskipti við viðkomandi. Tölvupóstar og skjöl rekjanleg í gegnum outlook ásamt öðrum snertingum við tengiliði svo sem spjall af vef (chat), fundir, símtöl, beiðnir, erindi og verkefni. Flokkun á viðskiptavinum eftir virðisgreiningu, samskiptaáætlanir settar upp fyrir tímabil svo sem mánuði, ársfjórðunga eða ár þar sem sett eru markmið um snertingar við lykil viðskiptavini. Auðvelt í notkun og grafísk framsetning á frammistöðu eftir viðskiptastjórum og viðskiptamannahópum 

Tenging við þjóðskrá og ja.is

Viðskiptamenn stofnaðir með tengingu við þjóðskrá, eða allri  þjóðskrá viðhaldið í kerfinu. Aðgangur að fyrirtækjaskrá, þjóðskrá, símaskrá og bannmerkingum með tengingu við ja.is. Hluti af virkni getur krafist samnings við þjóðskrá.

Uppfletting á símanúmerum og bannmerkingum hjá já.is beint úr kerfinu.

Almenn sala

Stjórnun tækifæra, yfirlit yfir útistandandi tilboð, einföld tilboðsgerð, greining á verðmæti niður á sölumenn, viðskiptavini og vörur. Greining á fjölda snertinga við viðskiptavini.

Samningakerfi

Haldið utan um samninga við birgja og viðskiptavini. Tegundir samninga og samskipti vegna þeirra. Skýrslugerð og yfirlit yfir hvenær samningar eru á endurskoðunardagsetningum eða renna út. Samskipti vegna samninga og skjöl sem tengjast þeim vistuð í Sharepoint frá Microsoft.

Verkefni og skjöl

Haldið utan um verkefni á

viðskiptavini og samskipti og skjöl tengd þeim.Tengingar við Teams og Sharepoint frá Microsoft

Þjónustukannanir

Þjónustukannanir sendar beint úr kerfinu með Dynamics 365 Customer Voice (áður Forms Pro). Mögulegt að tengja og senda sjálfkrafa við ákveðna atburði eins og heimsóknir eða lokun á erindum. Tilbúnar NPS kannanir og greining á svörum aðgengileg í kerfinu.

Þjónustukerfi

Einfalt þjónustukerfi. Erindi, mál, ábendingar og kvartanir. Erindi tekin inn í CRM í gegnum vef, tölvupóst eða aðrar leiðir. Erindi flokkuð inn í CRM og verkefnum úthlutað. Yfirsýn og greining á erindum í kerfinu. Kemur öllum beiðnum í ferli og kemur í veg fyrir að málum og fyrirspurnum sé ekki svarað. Saga beiðna og svör eru til í CRM kerfinu flokkuð á viðskiptavini og tengiliði. Greining á svörun og tegundir beiðna til að greina álagspunkta og þjónustugæði.

Markaðsmál

Í arango 365 er haldið utan um alla viðskiptavini og tengiliði. Með lausninni er einfalt að útbúa markhópalista, herferðir og úthringiverkefni. Verkefnum raðað niður á sölumenn og fylgt eftir með myndrænni greiningu á framgangi.

Helsti ávinningur

arango 365 screenshot.png

- Betri yfirsýn og þekking á viðskiptamönnum með gögnum einum stað

- Aukið hagræði og upplýsingaflæði milli starfsmanna og viðskiptavina

- Betri árangur, yfirsýn og skilvirkni í sölustarfi með skilgreindum ferlum og verklagi

- Betri og upplýstari þjónusta sem eykur ánægju viðskiptavina

- Sparar tíma og eykur framleiðni starfsmanna

- Lausnin er hýst í skýinu sem tryggir:

Aðgang notenda hvar sem er og hvenær sem er með vafra í tölvu eða í gegnum síma

Fastan og gegnsæjan rekstrarkostnað á mánuði byggt á fjölda notenda

- Sjálfvirkar uppfærslur tvisvar á ári

- Lágur stofnkostaður við gangsetningu og fastur innleiðingarkostnaður

businessman-collaborate-collaboration-87

arango 365 byggt á Dynamics er samþætt við aðrar Microsoft vörur eins og Office 365, Outlook, Exchange, Sharepoint  og Teams og hentar því afar vel fyrirtækjum og stofnunum sem starfa í því umhverfi. Dynamics 365 er skýjalausn sem byggir á nýjustu tækni frá Microsoft, Power Platform og er aðgengilegt jafnt í snjalltækjum, símum sem og almennum starfsstöðvum.
 

Frekari upplýsingar um Microsoft Dynamics 365 og arango 365 lausnir veita ráðgjafar arango á netfangið arango@arango.is

Viltu frekari upplýsingar?

Vinsamlegast fylltu út formið hér að neðan til að sækja einblöðung um arango 365

bottom of page